Fréttabréf nóvember
Búið er að senda út fréttabréf nóvembermánaðar, en hér má sjá það.
Það var sannkallað jólafjör á unglingastigi í dag. Boðið var upp á kakó og smákökur og horft á jólamynd. Einnig var boðið upp á jólamyndatöku fyrir þá sem það vildu. Dagurinn endaði svo á pítsuveislu í íþróttasalnum.
Hér má sjá myndir úr jólamyndatökunni.
Skólinn keypti 100 handsápur hjá UNICEF. Þær nýtast við að draga úr smiti og útbreiðslu sjúkdóma. Við hér í Síðuskóla vonum að þessi gjöf komi sér vel.
Í vikunni fór fram setning á Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk og Litlu upplestrarkeppninni í 4. bekk. Við gátum ekki beðið lengur eftir því að geta gert það eins og við vildum. Það var virkilega gaman að heyra hvað krakkarnir voru áhugasamir um lestur.
Hér má sjá myndir.
Það var jólapeysudagur í 5. bekk í dag. Krakkarnir skelltu sér í jólamyndatöku af því tilefni, hér má sjá skemmtilegar myndir.
Dagarnir í skólanum hafa verið óvenjulegir að undanförnu vegna takmarkana sem settar hafa verið vegna sóttvarna. Þrátt fyrir smávægilegar tilslakanir í síðustu viku eru nemendur enn í sínum hólfum með sínum kennurum og matast í minni hópum en venjulega. Hér má sjá myndir sem teknar voru í morgun en þar var 4. bekkur í íþróttum með sínum umsjónarkennara, 3. bekkur að borða í íþróttasalnum og 1. bekkur var úti á sínu svæði í frímínútum eftir matinn. Nemendur hafa ekki kippt sér mikið upp við þessar breytingar og hafa staðið sig einstaklega vel og allir eru glaðir eins og sjá má á myndunum með fréttinni.
Krakkarnir í 5. bekk föndruðu jóladagatal fyrir bekkinn í morgun. Jólaandinn sveif yfir, enda hvít jörð úti fyrir.
Búið er að senda út fréttabréf nóvembermánaðar, en hér má sjá það.