ÍSAT

Líf og fjör í sundkennslu

Það var heldur betur líflegt í Glerárlaug í gær þegar 1. og 3. bekkur voru í sundkennslu. Vatnsgusurnar gengu í allar áttir og gleði skein úr hverju andliti. Við fengum þessa skemmtilegu myndasendingu frá íþróttakennurum.  

Lesa meira

1. bekkur á skautum

Nemendur úr 1. bekk fóru í Skautahöllina í dag og fengu skautakennslu. Nemendur stóðu sig virkilega vel og  höfðu mjög gaman af þessari tilbreytingu. 

Kennararnir tóku nokkrar myndir sem sjá má hér.

Lesa meira

Útikennsla í 1. bekk

Krakkarnir í 1. bekk fóru í útikennslu í morgun. Þar var unnið bæði í tónmennt og myndmennt. Unnið var með takt með því að klappa, stappa og tromma, í myndmenntinni var fræðsla um kol og svo unnið með þau. Hér er að finna skemmtilegar myndir. 

Lesa meira

Hnattlíkanagerð í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk unnu að skemmtilegu verkefni í morgun. Hver nemandi fékk uppblásna blöðru sem hann límdi dagblöð utan á og gerði sinn eigin hnött. Eins og sést á myndinni skein einbeiting úr hverju andliti.

Lesa meira

Endurnýjun Grænfánans

Þriðjudaginn sl., 22. september var gerð úttekt á skólanum vegna endurnýjunar Grænfánans. Í þetta skipti var úttektin rafræn vegna aðstæðna í samfélaginu. Allt gekk að óskum og Síðuskóli fékk áttunda fánann afhentan við tækifærið. Vel gert hjá umhverfisnefndinni og Sigrúnu Birnu kennara, sem er í forsvari hennar.

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru og Náttúrufræðingur Síðuskóla

Í gær var Dagur íslenskrar náttúru og fóru nemendur að því tilefni í vettvangsferðir og unnu verkefni og fræddust um náttúruna í leiðinni. Náttúrufræðingur Síðuskóla fór einnig fram, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi. Í ár varð Bergdís Birta Þorsteinsdóttir í 8. bekk hlutskörpust og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2020 – 2021.

Einnig hlutu þau Una Lind Daníelsdóttir 3. bekk, Emil Orri Vatnsdal Sveinsson 3. bekk, Óliver Andri Einarsson 3. bekk, Aldís Þóra Haraldsdóttir 10. bekk, Anika Snædís Gautadóttir 6. bekk og Sveinar Birnir Sigurðsson 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan árangur. Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu á sal sem fram fór í morgun.

 

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær, 1. september, fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla.  Áður en hlaupið hófst var hitað upp með Zumbadansi á skólalóðinni. Hlaupinn var "Síðuskólahringur" en hann er 2,2 km. Nemendur höfðu val um hve marga hringi þeir hlupu en þó að hámarki fimm. Hlaupið var einnig upphaf átaksins Göngum í skólann  en á meðan því stendur eru nemendur og starfsmenn hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. 

Hér má sjá myndir frá hlaupinu. 

Lesa meira

Útikennsla hjá list- og verkgreinakennurum

Kennarar í skólanum hafa verið duglegir að nýta sér veðrið síðustu daga. Til að mynda fóru list- og verkgreinakennarar með nemendur  á miðstigi út í garð og kenndu þar í veðurblíðunni í vikunni. Nemendur lærðu að tálga, sumir máluðu á steina og aðrir voru í nýsköpun og lummubakstri. Allir skemmtu sér vel eins og sjá má hér á myndunum með fréttinni.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2020

Síðuskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 4. bekkur kl. 9:00.
5. - 7. bekkur kl. 9:30.
8. - 10. bekkur kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar kennslustofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Foreldrar verða ekki á skólasetningu að þessu sinni. Foreldrar og nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl hjá umsjónarkennurum 21. og 24. ágúst. 

Lesa meira