1. bekkur hefur undanfarið verið að gera margskonar tilraunir. Þau gerðu m.a. tilraun sem kallast Oobleck. Í henni er m.a. notað vatn og kartöflumjöl og þegar blandan er kreist þá verður hún að föstu efni en breytist í vökva ef hætt er er að kreista hana. Eins og myndirnar sýna, sem sjá mér hér, skemmtu allir sér vel.
Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk voru settar á sal skólans í dag á degi íslenskrar tungu.
Keppnin snýst um að æfa upplestur, framburð og framkomu.
Bekkirnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og þær Nadía og Sigurhanna úr 8. bekk fluttu ljóð.
Í ljósi nýjustu samkomutakmarkananna hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta árshátíð skólans sem vera átti 18. og 19. nóvember næstkomandi. Einnig átti að vera skipulagsdagur mánudaginn 22. nóvember, frestast hann einnig. Við munum finna tíma fyrir árshátíð á nýju ári.
Þetta þýðir að dagarnir 18., 19. og 22. nóvember verða hefðbundnir skóladagar.
Í ár munu nemendur í 7. bekk og starfsmenn Síðuskóla gefa 21 kassa í verkefnið ,,Jól í skókassa“ sem við erum þátttakendur í. Nemendur unnu tvö og þrjú saman og keyptu í kassana ásamt því að koma með dót að heiman. Ákveðnir hlutir þurfa að vera í hverjum kassa, tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, sælgæti, ritföng ásamt leikfangi og fatnaði.
Nemendur pökkuðu skókössunum í jólapappír og settu svo dótið ofan í. Kassarnir voru að þessu sinni sóttir í skólann og fengu krakkarnir smá fræðslu um verkefnið, til viðbótar við það sem þau vissu fyrir. Skókassarnir fara til Úkraníu. Börn sem minna mega sín fá einn kassa hver. Oft er þetta eina jólagjöfin sem þau fá og því er gleðin mikil þegar kassarnir koma.
Takk allir sem tóku þátt í verkefninu.
Nemendur í 9. bekk voru hvattir til að skilja skólatöskurnar eftir heima og finna aðrar lausnir til að bera skóladótið. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar "töskur" sem nemendur komu með í skólann.
Þessa dagana eru nemendur og starfsfólk á fullu að undirbúa árshátíð skólans sem haldin verður í næstu viku. Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingum og öðrum undirbúningi.
Matseðillinn fyrir nóvember er kominn á netið. Hægt er að sækja hann með því að smella hér.
Hrekkjavökuball verður haldið í Síðuskóla fyrir nemendur í 1. -7. bekk fimmtudaginn 28. október.
1.-2. bekkur kl. 16:15-17:15 Aðgangseyrir 500 kr. lítill popppoki og svali innifalinn.
3.-4. bekkur 17:30-18:30 Aðgangseyrir 500 kr. Sjoppa opin.
5.-7. bekkur 18:40-20:00 Aðgangseyrir 500 kr. Sjoppa opin.
Verðlaun fyrir besta búninginn!
Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
10. bekkur
Í morgun komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd og nemendaráð skólans kynntu sig, nokkur lög voru sungin og einnig voru veittar viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu Una Lind í 4. bekk, Arnór Elí i 5. bekk, Gunnar Brimir í 8. bekk og Sigrún Freygerður í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2021 er Máni Þorsteinsson í 9. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn. Myndin sem fylgir fréttinni er af Mána, náttúrufræðingi skólans.
Í umhverfisvikunni var 9. bekkur með hönnunardag. Þá var unnið með endurnýtingu og endurhönnun.
Afraksturinn var skemmtilegur og hér má sjá sýnishorn af vinnu nemenda.