ÍSAT

Skipulagsdagur á morgun 2. nóvember

Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er. Þriðjudaginn 3. nóvember verður starf leik-, grunn og tónlistarskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum.
Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag.
Eins og þið vitið ætluðum við að halda hrekkjavökugleði á þriðjudag en frestuðum því vegna sóttkvíar. Nemendur mega að sjálfsögðu koma í búningum á þriðjudag eins og til stóð en samkvæmt nýjustu tilmælum mun blöndun hópa verða lítil.
Stjórnendur Síðuskóla.

Lesa meira

Lestrarfjör í 3. bekk

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir lestrarátak í 3. bekk. Börnin hafa keppst við að lesa sem flestar Herramanna- og Ungfrúa- bækur. Fyrir dugnaðinn fengu þau viðurkenningarskjöl og hér má sjá nokkrar stoltar stelpur með viðurkenningarnar sínar.

Lesa meira

Jól í skókassa

Síðuskóli hefur tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa undanfarin ár. Það eru nemendur í 7. bekk sem pakka inn tómum skókössum og raða gjöfum í þá. Kassarnir eru síðan sendir til barna í Úkraínu. Í hverjum kassa er tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót, nammi og 1000 kr til að greiða sendingarkostnað. Að þessu sinni fóru 18 kassar frá okkur. Kærar þakkir til nemenda og starfsmanna sem lögðu verkefninu lið.

 Nemendur máluðu gjafapoka í myndmennt undir sælgæti, saumuðu þvottapoka í textílmennt og eins voru saumuð pennaveski sem fóru í kassana. Í dag var farið með kassana í Sunnuhlíð þar sem nemendur og kennarar fengu frekari fræðslu um verkefnið frá KFUM/K. Hér má sjá myndir.

Lesa meira

Smit í Síðuskóla

Starfsmaður í frístund í skólans hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi fékk einkenni um liðna helgi og var smitið staðfest í gær.

Starfsmenn frístundar sem unnu með viðkomandi á fimmtudag og föstudag í síðustu viku og börn sem voru í frístund þá daga hafa verið send heim í úrvinnslusóttkví. Af þessum ástæðum verður frístund í Síðuskóla lokuð út vikuna.

Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit.

Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Lesa meira

Blakmót á unglingastigi

Í morgun fór fram blakmót á unglingastigi. Eftir harða og skemmtilega keppni voru það strákarnir í 9. bekk sem sigruðu. 

Hér má sjá myndir frá mótinu. 

Lesa meira

Úrslit í Göngum í skólann og Grænfánaúttekt

Í morgun voru úrslit í Göngum í skólann kynnt. Ekki var hægt að safna öllum nemendum skólans saman á sal heldur var einungis umhverfisnefnd skólans á sviðinu með skólastjóra og viðburðinum streymt út í stofurnar. Eftir stutt erindi fór umhverfisnefndin með bikarinn inn í stofu til 8. bekkjar sem sigrarði í Göngum í skólann 2020. Til hamingju 8. bekkur!

Við þetta tækifæri var einnig tilkynnt að eftir úttekt frá Skólum á grænni grein kom í ljós að skólinn mun fá grænfánann afhentan í 8. sinn. Vel gert Síðuskóli!

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira

Bleiki dagurinn

Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.

Lesa meira

Umbun í 7. bekk

Í dag var umbun hjá 7. bekk, slegið var upp stærðarinnar kökuveislu. Það voru að vonum allir sáttir og kökurnar runnu ljúft niður. Hér má sjá myndir. 

Lesa meira

Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar í starfinu til að fara reglulega yfir verklag komi til rýmingar. Tilgangurinn er að auka öryggi nemenda og starfsfólks í skólanum. Hins vegar er nauðsynlegt að fara yfir þessa hluti líka heima og ræða í leiðinni mikilvægi þess að fara eftir því skipulagi sem fylgir æfingu sem þessari. Í vikunni var farið í 1. bekk með fræðslu um tilgang æfingarinnar, verklagið var kynnt og að lokum höfð æfing þar sem ferlið var æft. Þetta er gert til að undirbúa yngstu nemendurna undir æfinguna sjálfa og gefa þeim kost á að ræða hlutina og spyrja spurninga. Æfingin í morgun gekk vel og stóðu nemendur sig vel og voru öll viðbrögð þeirra fumlaus og örugg. Hér má sjá myndir frá æfingunni og einnig frá því þegar 1. bekkur var með sína æfingu sl. þriðjudag.

Lesa meira