ÍSAT

Dagur íslenskrar náttúru og Náttúrufræðingur Síðuskóla

Í gær var Dagur íslenskrar náttúru og fóru nemendur að því tilefni í vettvangsferðir og unnu verkefni og fræddust um náttúruna í leiðinni. Náttúrufræðingur Síðuskóla fór einnig fram, en það er keppni þar sem nemendur skólans eiga að 5 greina plöntur, 5 fugla og 5 staði eða kennileiti á Íslandi. Í ár varð Bergdís Birta Þorsteinsdóttir í 8. bekk hlutskörpust og fær því titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2020 – 2021.

Einnig hlutu þau Una Lind Daníelsdóttir 3. bekk, Emil Orri Vatnsdal Sveinsson 3. bekk, Óliver Andri Einarsson 3. bekk, Aldís Þóra Haraldsdóttir 10. bekk, Anika Snædís Gautadóttir 6. bekk og Sveinar Birnir Sigurðsson 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan árangur. Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu á sal sem fram fór í morgun.

 

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær, 1. september, fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla.  Áður en hlaupið hófst var hitað upp með Zumbadansi á skólalóðinni. Hlaupinn var "Síðuskólahringur" en hann er 2,2 km. Nemendur höfðu val um hve marga hringi þeir hlupu en þó að hámarki fimm. Hlaupið var einnig upphaf átaksins Göngum í skólann  en á meðan því stendur eru nemendur og starfsmenn hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. 

Hér má sjá myndir frá hlaupinu. 

Lesa meira

Útikennsla hjá list- og verkgreinakennurum

Kennarar í skólanum hafa verið duglegir að nýta sér veðrið síðustu daga. Til að mynda fóru list- og verkgreinakennarar með nemendur  á miðstigi út í garð og kenndu þar í veðurblíðunni í vikunni. Nemendur lærðu að tálga, sumir máluðu á steina og aðrir voru í nýsköpun og lummubakstri. Allir skemmtu sér vel eins og sjá má hér á myndunum með fréttinni.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2020

Síðuskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 4. bekkur kl. 9:00.
5. - 7. bekkur kl. 9:30.
8. - 10. bekkur kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar kennslustofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Foreldrar verða ekki á skólasetningu að þessu sinni. Foreldrar og nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl hjá umsjónarkennurum 21. og 24. ágúst. 

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2020

Síðuskóla var slitið við hátíðlega athöfn þann 5. júní. Alls útskrifuðust 34 nemendur úr skólanum, þar af þrír úr 9. bekk. Um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur. Hér er að finna myndir.

 
Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Hér má skóladagatal næsta skólaárs.

Lesa meira

Skólaslit 2020

Kl. 9:00: 1.-4. bekkur, mæting í heimastofur og farið saman á sal.
K. 10:00: 5.-9. bekkur, mæting í heimastofur og farið saman á sal.
Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans á sal. Á eftir fara nemendur í sínar heimastofur, fá vitnisburðarblöð og kveðja sína umsjónarkennara.
Kl. 15:00: útskrift hjá 10. bekk.

Lesa meira

Viðurkenningar fræðsluráðs

Í gær voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn og þrír nemendur Síðuskóla viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi sínu og störfum. Starfsmennirnir eru þau Einar Magnús Einarsson tölvuumsjónarmaður og Torfhildur Stefánsdóttir og nemendurnir þau Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, Kári Hrafn Víkingsson og Ísabella Sól Hauksdóttir. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með viðurkenningarnar, en myndin sem fylgir fréttinni var tekin í gær af verðlaunahöfunum að lokinni athöfn.

Lesa meira

Verðandi 1. bekkur í heimsókn

Í gær, 2. júní, komu verðandi 1. bekkingar í skólann í fylgd foreldra sinna. Foreldrarnir fengu fræðslu um skólann frá Ólöfu skólastjóra á meðan nemendurnir fóru í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hóp verðandi nemenda skólans, en hér má sjá myndir frá gærdeginum.

Lesa meira

Heimsókn á Listasafnið

Vettvangsferðir eru hluti af skólastarfinu hjá okkur í Síðuskóla og brjóta upp starfið á skemmtilegan hátt. Nýlega fóru nemendur úr 3. bekk í heimsókn á Listasafnið á Akureyri og unnu þar verkefni ásamt því að skoða 4 listasýningar. Starfsmenn þar höfðu á orði að þau hefðu verið áhugasöm, hugmyndarík og fróðleiksfús. Flottir fulltrúar skólans þar á ferð!

Lesa meira