ÍSAT

Appelsínugul veðurviðvörun

Gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra. Að höfðu samráði við lögreglu þykir ekki ástæða til að láta veðrið raska skólahaldi í bænum. Fylgist vel með heimasíðu skólans og tölvupósti.

Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar var 7. febrúar sl. Í Síðuskóla var uppbrot í tímum í tilefni dagsins. 1. bekkur tók virkan þátt í deginum en þar voru settar upp fjórar stöðvar. Stöð 1 var peningastöð þar sem nemendur "keyptu" vöru sem búið var að verðleggja og þurftu að finna réttu upphæð og afhenda kennara. Ef keyptar voru tvær vörur máttu nemendur nota reiknivél. Á stöð 2 var litamynstur, á stöð 3 voru tangram og numbers í Numicon og á 4. stöðinni var stærfræðiþrautabraut. Í brautinni var búið að setja stærfræðiþraut sem þau þurftu að leysa til að komast áfram og einnig var þraut þegar komið var í mark sem þurfti að leysa til að mega fara annan hring. Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Lesa meira

Opið hús í Síðuskóla

Opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2020 verður fimmtudaginn 13. febrúar kl. 9-11. Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að koma á þeim tíma og kynna sér skólann.

 

Lesa meira

Söngsalur

Á föstudaginn komu nemendur skólans saman í hátíðarsalnum og tóku lagið með Heimi Bjarna Ingimarssyni. Sunginn var skólasöngur Síðuskóla auk vel valdra óskalaga og afmælissöngs fyrir heppinn nemanda sem átti afmæli þennan dag. Myndir frá söngsalnum má skoða með því að smella hér.

 

Lesa meira

20000 miða hátíð

Í morgun var haldin 20000 miða hátíð hjá okkur í Síðuskóla, en hún er haldin þegar allir nemendur skólans hafa safnað þessum fjölda hrósmiða. Hugmyndin með hátíðinni er að vera með uppákomu sem allir nemendur skólans njóta góðs af. Undanfarin ár höfum við gert ýmislegt eins og fá töframenn og tónlistarmenn í heimsókn, borðað saman pizzu og dansað zumba svo eitthvað sé nefnt. Í morgun fengum við góða heimsókn þegar Húlladúllan kom í heimsókn til okkar og sýndir listir sínar með húllahringi. Einnig fengu nemendur að prófa að halda jafnvægi með fjöðrum og fleira, eins og sjá má á myndunum sem með fréttinni fylgja. Allir skemmtu sér vel og var 20000 miða hátíðin vel heppnuð. Hér má sjá myndir

Lesa meira

Ball í Síðuskóla föstudaginn 17.1.nk.

Föstudaginn 17. janúar verður ball í Síðuskóla fyrir unglinga á Akureyri (8.-10. bekk). Miðaverð er 1000 krónur og húsið opnar klukkan 20:30. Er þetta liður í fjáröflun 10. bekkjar fyrir skólaferðalag. DJ Stórleikurinn heldur upp stuðinu til klukkan 23:30.

Lesa meira

Breytingar á lesfimiprófum Menntamálastofnunar í janúar 2020

Frá Menntamálastofnun: Undanfarin ár hafa lesfimipróf frá Menntamálastofnun verið notuð í ykkar skóla og þið hafið fengið upplýsingar um niðurstöðurnar í vegnum orðum á mínútu. Það þýðir að lesinn orðafjöldi er stilltur af út frá þyngd textans. Nú þegar töluverð reynsla er komin á prófin er tímabært að endurskoða þau og þróa enn frekar. Hingað til hafa nemendur lesið A-textann í september og maí og B-textann í janúar en nú verður B-textinn tekinn út svo nemendur lesa A-textann í öll þrjú skiptin. Þetta gerir túlkun mun auðveldari og gefur ykkur réttari mynd af þróun lestrarfærninnar. Þessar breytingar hafa þau áhrif að uppfæra þarf töflu sem reiknar vegin orð á mínútu og mun það hafa afturvirk áhrif á nokkurn hóp nemenda þannig að niðurstaðan frá í september getur hliðrast upp eða niður um þrjú orð. Því gæti orðið misræmi á útprentanlega einkunnablaðinu sem þið hafið þegar í höndunum frá síðastliðnu hausti og því sem þið fáið eftir janúarprófin.
Lesa meira

Jólakveðja frá Síðuskóla

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Minnum á að skólahald hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira

Jólaballi 1. - 4. bekkjar frestað

Jólaballi 1. - 4. bekkjar sem vera átti í dag er frestað.
Lesa meira