ÍSAT

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september fóru nemendur Síðuskóla í vettvangsferðir og fræddust um náttúruna. Einnig fór fram keppnin Náttúrufræðingur Síðuskóla en þar eiga nemendur að greina myndir af fuglum, plöntum og landslagi.
Lesa meira

Gönguferð að Hraunsvatni

Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð að Hraunsvatni. Farið var með rútum frá skólanum að Hálsi og þaðan var gengið upp að vatninu. Frekar kalt var í veðri og rigning á köflum, hópurinn lét það ekki á sig fá og við vorum mjög stolt af hópnum. Óhætt að segja að svona dagar eigi stóran þátt í að efla seiglu. Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

List fyrir alla

Síðasta þriðjudag fengum við góða heimsókn en það var leikrit á vegum verkefnisins List fyrir alla. Í ár var boðið upp á söngleik fyrir 1. – 3. bekk sem heitir Björt í sumarhúsi, en sýningin er eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og textarnir eftir Þórarin Eldjárn. Valgerður Guðnadóttir sá um söng og leik en Hrönn Þráinsdóttir lék undir á píanó.
Lesa meira

Viðburðaríkir dagar í Síðuskóla

Mikið hefur verið að gera hjá okkur í skólanum undanfarna daga. Á föstudaginn héldum við uppá 35 ára afmæli Síðuskóla með alls konar uppbroti á starfinu og í lok dags voru grillaðar pylsur og afmæliskaka á boðstólnum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá myndir.
Lesa meira

Gönguferð

Á miðvikudaginn ætlum við í Síðuskóla að fara í haustgöngu, en farið verður upp að Hraunsvatni í Öxnadal. Nemendur mæta í skólann kl. 8, fara í stofur þar sem tekið er nafnakall og síðan út í rútur. Áætluð heimkoma er kl. 12:30, þá borða nemendur hádegismat og skóla lýkur hjá öllum kl. 13:00. Veðurspá núna er góð, breytist það hins vegar og við fresta verður ferðinni, kemur frétt á heimasíðu skólans snemma á miðvikudagsmorgun. Nánari upplýsingar er að finna fréttabréfi sem kemur í tölvupósti til foreldra í dag.
Lesa meira

35 ára afmæli Síðuskóla

Næstkomandi föstudag, þann 30. ágúst, ætlum við hér í skólanum að halda upp á 35 ára afmæli Síðuskóla. Skóladagurinn hefst kl. 8.00 og lýkur kl. 13.00. Frístund er opin eftir hádegi. Dagskráin hefst á sal og síðan verður skrúðganga um hverfið. Eftir það verða hinar ýmsu stöðvar í boði og verðum við þar á léttu nótunum. Í hádeginu verða grillaðar pylsur og boðið upp á afmælistertu sem foreldrafélagið gefur okkur í tilefni dagsins. Þennan dag leyfum við frjálst nesti í kaffitímanum. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir í skólann þennan dag sem og aðra daga.
Lesa meira

Útikennsla

Í morgun nýttu list- og verkgreinakennarar góða veðrið til útikennslu. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna tengil til að sjá fleiri myndir.
Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2019

Skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans en nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Skólastjóri setur skólann en síðan fylgja nemendur umsjónarkennara í sínar heimastofur. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar eru boðaðir í viðtal til umsjónarkennara 21. og 22. ágúst.
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla vorið 2019

Síðuskóla var slitið 4. júní sl., 1. - 9. bekkir mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og 10. bekkur mætti svo í Glerárkirkju kl. 15. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá myndir frá útskriftardeginum. Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina óskum við öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir samstarfið í vetur.
Lesa meira