ÍSAT

Skólasetning Síðuskóla 2019

Skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans en nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Skólastjóri setur skólann en síðan fylgja nemendur umsjónarkennara í sínar heimastofur. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar eru boðaðir í viðtal til umsjónarkennara 21. og 22. ágúst.
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla vorið 2019

Síðuskóla var slitið 4. júní sl., 1. - 9. bekkir mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og 10. bekkur mætti svo í Glerárkirkju kl. 15. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá myndir frá útskriftardeginum. Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina óskum við öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir samstarfið í vetur.
Lesa meira

Rýmingaræfing

Rýmingaræfing var haldin í skólanum miðvikudaginn 29. maí í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Reykvél var sett í gang á tengigangi milli A og B ganga og brunakerfið fór í gang.
Lesa meira

Viðurkenning fræðsluráðs

Mánudaginn 27. maí veitti fræðsluráð viðurkenningar til þeirra nemenda og starfsmanna sem á einhvern hátt hafa skarað fram úr í skólastarfi.
Lesa meira

Skólaleikarnir 2019

Fyrsta rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri var haldið í Síðuskóla síðasta föstudag. Keppt var í FIFA, NBA2K19, Rocket League og T-Rex. Nemendur úr Oddeyrarskóla, Naustaskóla, Giljaskóla, Síðuskóla og Glerárskóla öttu kappi og úr varð hin besta skemmtun. Eftir æsispennandi leiki þá urðu úrslitin eftirfarandi...
Lesa meira

Skólaslit vorið 2019

Skólaslitin verða 4. júní næstkomandi. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá nánari tímasetningar.
Lesa meira

Vorhátíð FOKS

Hin árlega vorhátíð FOKS, Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla var haldin í gær. Ýmislegt skemmtilegt var í boði eins og hoppukastalar, andlitsmálning, tombóla og fleira. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna tengil á myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla

Vorhátíð Síðuskóla verður haldin 21. maí kl. 16:30 Ýmislegt skemmtilegt í boði s.s. andlitsmálun, hoppukastali, tombóla, pylsur, pop og svali.
Lesa meira

Þemadagur og UNICEF góðgerðarhlaup

Í dag var þemadagur í skólanum. Fyrri hluta dagsins unnu nemendur margvísleg verkefni á stigunum en í lok dags tóku svo allir nemendur þátt í UNICEF hlaupinu. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá nánari upplýsingar, en einnig smella á tengil sem inniheldur myndir.
Lesa meira

Skólaleikur

Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá frekari upplýsingar.
Lesa meira