Í dag var þemadagur í skólanum. Fyrri hluta dagsins unnu nemendur margvísleg verkefni á stigunum en í lok dags tóku svo allir nemendur þátt í UNICEF hlaupinu. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá nánari upplýsingar, en einnig smella á tengil sem inniheldur myndir.
UNICEF - hlaupið er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Hér má sjá myndir frá deginum.