04.06.2019
Rýmingaræfing var haldin í skólanum miðvikudaginn 29. maí í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Reykvél var sett í gang á tengigangi milli A og B ganga og brunakerfið fór í gang.
Lesa meira
28.05.2019
Mánudaginn 27. maí veitti fræðsluráð viðurkenningar til þeirra nemenda og starfsmanna sem á einhvern hátt hafa skarað fram úr í skólastarfi.
Lesa meira
28.05.2019
Fyrsta rafíþróttamót grunnskólanna á Akureyri var haldið í Síðuskóla síðasta föstudag. Keppt var í FIFA, NBA2K19, Rocket League og T-Rex. Nemendur úr Oddeyrarskóla, Naustaskóla, Giljaskóla, Síðuskóla og Glerárskóla öttu kappi og úr varð hin besta skemmtun. Eftir æsispennandi leiki þá urðu úrslitin eftirfarandi...
Lesa meira
24.05.2019
Skólaslitin verða 4. júní næstkomandi. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá nánari tímasetningar.
Lesa meira
22.05.2019
Hin árlega vorhátíð FOKS, Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla var haldin í gær. Ýmislegt skemmtilegt var í boði eins og hoppukastalar, andlitsmálning, tombóla og fleira. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna tengil á myndir frá hátíðinni.
Lesa meira
14.05.2019
Vorhátíð Síðuskóla verður haldin 21. maí kl. 16:30
Ýmislegt skemmtilegt í boði s.s. andlitsmálun, hoppukastali, tombóla, pylsur, pop og svali.
Lesa meira
10.05.2019
Í dag var þemadagur í skólanum. Fyrri hluta dagsins unnu nemendur margvísleg verkefni á stigunum en í lok dags tóku svo allir nemendur þátt í UNICEF hlaupinu. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá nánari upplýsingar, en einnig smella á tengil sem inniheldur myndir.
Lesa meira
03.05.2019
Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá frekari upplýsingar.
Lesa meira
30.04.2019
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef Stjórnarráðsins, stjornarradid.is/umsokn. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára frá öllum landshlutum.
Lesa meira
16.04.2019
Nú er páskafrí hafið og minnt er á að skólinn er lokaður í vikunni eftir páska. Þá eru skipulagsdagar og stór hluti starfsmanna heldur til Kanada í náms- og kynnisferð. Þeir sem ekki fara í þá ferð fara í styttri náms- og kynnisferðir á Akureyri og nágrenni og sinna ýmsum störfum innan skólans. Frístund er lokuð þessa þrjá daga, þ.e. 23., 24. og 26. apríl. Skóli hefst að nýju mánudaginn 29. apríl samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira