11.12.2019
Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Búast má við að hluti starfsfólks eigi í erfiðleikum með að komast til vinnu í fyrramálið og að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega. Foreldrar skulu sjálfir meta aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið munu skólastjórnendur sýna því skilning. Þó er eindregið óskað eftir því að starfsfólk viðkomandi skóla sé látið vita að börnin séu á öruggum stað.
Lesa meira
11.12.2019
Skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og Tónlistarskólanum fellur niður í allan dag, miðvikudaginn 11. desember, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri.
Staða mála og veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun. Tilkynning um það verður birt fyrir hádegi.
Lesa meira
09.12.2019
Þar sem veðurspá er slæm fyrir morgundaginn og miðvikudaginn viljum við minna á sameiginlegar verklagsreglur fræðslusviðs fyrir alla grunnskólana á Akureyri þegar óveður og/eða ófærð er í bænum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá þær:
Lesa meira
09.12.2019
Ball verður haldið í Síðuskóla fyrir nemendur í 1. - 4. bekk fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 16.00 – 17:30. . Við mælum með jólasveinahúfum og/eða jólapeysum. Aðgangseyrir er 500 krónur og er svali og sælgæti (bland í poka) innifalið. Sjoppa líka opin. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Lesa meira
09.12.2019
Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í dag og las úr glænýrri bók um Orra óstöðvandi, hefnd glæponanna. Þökkum við honum kærlega fyrir komuna, það eru eflaust margir spenntir að lesa meira um Orra óstöðvandi!
Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að skoða myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
04.12.2019
Sú hefð hefur skapast í Síðuskóla að hafa flokkunarkeppni á milli árganga. Nýlega var haldin flokkunarkeppni á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Sigurvegarar voru 3. bekkur, 6. bekkur og 10. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.
Lesa meira
04.12.2019
Í október og nóvember var lestrarátak í skólanum. Nemendur á yngsta stigi lásu alls 1392 bækur - glæsilegur árangur hjá þeim. Lestrarhátíð var haldin sl. föstudag fyrir eldri nemendur sem luku þriggja bóka áskorun. Við megum eiga von á fleiri lestrarhvetjandi verkefnum á nýju ári. Myndir frá viðburðinum má skoða með því að smella á fyrirsögnina.
Lesa meira