05.04.2019
Í dag var útivistardagur Síðuskóla í Hlíðarfjalli en það hafðist í þriðju tilraun þetta skólaárið. Veðrið var gott og færið og nemendur og starfsmenn nutu útiverunnar.
Lesa meira
04.04.2019
Við höldum í Hlíðarfjall í dag og endum vikuna á góðum útivistardegi.
Lesa meira
28.03.2019
Er einhver í þínum skóla sem á skilið að fá Viðurkenningu fræðsluráðs!
Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, þ.e. nemendur og skólar/starfsfólk.
Lesa meira
26.03.2019
Úrslit Pangeu stærðfræðikeppninnar voru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 23. mars. Síðuskóli átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni, þau Hildi Arnarsdóttur í 9. bekk og Mikael Blæ Hauksson í 8. bekk, sem endaði í 3. sæti.
Lesa meira
21.03.2019
Útivistardegi, sem fyrirhugaður var á morgun, hefur verið frestað vegna veðurspár. Við munum reyna að koma deginum á dagskrá seinna á skólaárinu og verða þá upplýsingar sendar heim í tölvupósti um það.
Lesa meira
20.03.2019
Útivistardegi, sem fyrirhugaður var á morgun, hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Kennt verður því skv. stundaskrá. Stefnt er að því að fara á föstudaginn, en staðan verður tekin á morgun. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu skólans, en allar upplýsingar verða settar þar inn. Matseðill morgundagsins er súpa og brauð.
Lesa meira
06.03.2019
Nemendur 10. bekkjar ásamt foreldrum halda ball fyrir yngsta stig á öskudaginn. Ballið fyrir 1. og 2. bekk hefst kl. 13:45 og stendur til 14:45. Ballið fyrir 3. og 4. bekk hefst 15:00 og lýkur kl. 16:00. Aðgangseyrir er 500 kr. Svali er seldur á 100 kr. Engin sjoppa að öðru leyti en leyfilegt er að hafa með sér öskudagsnammi.
Lesa meira
22.02.2019
Miðvikudaginn 20. febrúar var undankeppni stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 10 nemendur úr 7. bekk en það voru þeir sem höfðu komist áfram eftir fyrstu umferð þegar allir nemendur lásu ljóð og texta. Allir stóðu sig mjög vel og voru skólanum til sóma.
Lesa meira
19.02.2019
Nemendur skólans söfnuðust saman á sal í morgun. Tilefnið var að tilkynna úrslitin í 100 miða leik skólans, sem er hluti af SMT skólafærninni. Nemendur sem dregnir voru út fóru fyrst heim til Ólafar skólastjóra þar sem þeir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum. Í framhaldinu af því var farið í Flugsafnið á Akureyrarflugvelli þar sem Gestur Einar Jónasson tók á móti hópnum og sýndi safnið. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá samverunni og einnig ferð þeira sem voru dregnir út.
Lesa meira
06.02.2019
Í síðustu viku unnu 3. og 4. bekkur saman að verkefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til þess var notuð bókin Rúnar góði. Bókin var lesin í heimakrókum og síðan fóru krakkarnir á mill 6 stöðva og unnu ýmis verkefni. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá þessu skemmtilega verkefni.
Lesa meira