07.12.2018
Miðvikudaginn 5. desember var uppbrotsdagur í skólanum tengdur jólum. Við byrjuðum á söngsal upp úr klukkan átta.
Lesa meira
30.11.2018
Árshátíð Síðuskóla 29. og 30. nóvember 2018. Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að sjá myndir.
Lesa meira
30.11.2018
Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur
Þar sem úti er alltaf að snjóa og sum staðar hefur ófærð skapast á götum úti viljum við minna á verklagsreglur Fræðslusviðs í sambandi við óveður og /ófærð. Sjá hér að neðan:
Lesa meira
23.11.2018
Í morgun var útskrift úr grunnmenntun PMT hér á Akureyri. Í þessum hóp voru tveir starfsmenn Síðuskóla, þær Systa og Halla. Námskeið þetta er ætlað fagfólki sem kemur að vinnu með börnum sem sýna hegðunarerfiðleika. Við óskum þeim Systu og Höllu innilega til hamingju með þennan áfanga og látum hér fylgja mynd sem tekin var við útskriftina.
Lesa meira
22.11.2018
Á Degi íslenskrar tungu föstudaginn 16. nóvember sl. voru Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk settar á sal Síðuskóla. Margt var á dagskrá þennan dag. Fyrst kom miðstigið á sal og hlustaði á ávarp deildarstjóra. Að því loknu fór Guðrún á bókasafninu yfir æviskeið Jónasar Hallgrímssonar en nemendur höfðu útbúið efni sem flutt var í tilefni af 100 ára fullveldisafmælisins sem er 1. desember nk. Svipuð dagskrá var hjá yngsta stiginu sem mætti seinna um morguninn. Að síðustu mætti unglingastigið á sal. Þar fór fram hópavinna í aldursblönduðum hópum, en verkefnið fólst í að finna bestu íslensku þýðinguna á algengum enskuslettum í íslenskunni. Hér má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira
09.11.2018
Baráttudagur gegn einelti var fimmtudaginn 8. nóvember. Í Síðuskóla hittust vinabekkirnir og áttu saman góða stund í spilum, leikjum og æfingum í íþróttasalnum. Svo fóru vinabekkjarhóparnir í matsalinn þar sem gluggarnir voru skreyttir með því að nemendur teiknuðu útlínur handa sinna. Þetta var skemmtilegt verkefni, góð samvinna og lífgar upp á starfið í skólanum. Hér má sjá myndir af gluggunum í matsalnum.
Lesa meira