ÍSAT

Fyrstu skóladagarnir

Skólastarfið fer vel af stað þetta haustið sem endranær. Kennarar og nemendur hafa notað þessa fyrstu daga til að taka upp þráðinn frá síðasta vori og sumir eru að kynnast nýjum kennurum þar sem það á við. Við reynum að nota tækifærin og brjóta upp daginn og vera úti þegar það á við. Eldri nemendur hafa t.a.m. farið út og hresst upp myndina á suðurgafli skólans undir stjórn myndmenntakennara. Nemendur 6. bekkjar fóru á Húna í síðustu viku og gekk sú fer ljómandi vel. Norræna skólahlaupið er fyrirhugað á þriðjudag í næstu viku en þá ganga eða hlaupa allir nemendur svokallaðan skólahring í tímunum fyrir hádegishlé.
Lesa meira

Skólasetning 2017

Skólinn verður settur þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta klukkan 9:00 á sal skólans en nemendur í 6. - 10. bekk klukkan 10:00. Skólastjóri setur skólann en síðan fylgja nemendur umsjónarkennurum í sínar heimastofur. Foreldrar eru velkomnir með.
Lesa meira

Námsgögn næsta skólaár

Eins og mörg sveitarfélög hefur Akureyrarbær ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn í byrjun næsta skólaárs. Í skoðun er hvort upphæðin sem lögð er í þetta dugir. Ef til vill stendur eitthvað útaf og verða upplýsingar um það sendar fyrir skólabyrjun. Eftir sem áður þurfa aðstandendur að standa straum af kostnaði vegna íþrótta- og sundfatnaðar og nemendur þurfa að koma með sínar skólatöskur.
Lesa meira

Skólapúlsinn

Nú eru niðurstöður síðustu nemendakönnunar Skólapúlsins aðgengilegar á heimasíðu skólans, sjá hér. Kannanirnar eru liður í innra mati skólans en hér má skoða hvernig nemendur upplifa skólann og námið í samanburði við jafnaldra víðs vegar um landið. 
Lesa meira

Tjaldferð á Álfhól hjá 1. bekk, Síðuseli og Krógabóli

Núna á vordögum fór 1.bekkur í tjaldferð á Álfhól með elstu krökkunum á Síðuseli og Krógabóli.  Krakkarnir skemmtu sér vel  í fótbolta, snú- snú, frisbie og í leiktækjum eins og myndirnar hér sýna.
Lesa meira

Nordplusverkefni í 6. bekk

Í vetur hafa mörg skemmtileg verkefni verið í gangi hjá okkur í Síðuskóla. Eitt þeirra er samstarf 6. bekkjar skólans við jafnaldra sína í Ryomgaard Realskole á Jótlandi. Verkefnið er styrkt af Norplus auk þess sem leitað var styrkja frá fyrirtækjum héðan af svæðinu. Nemendur úr Síðuskóla fóru til Danmerkur ásamt kennurum og fulltrúum frá foreldrum í apríl sl. Sú ferð heppnaðist einstaklega vel og má sjá myndir úr þeirri ferð hér. Dönsku krakkarnir komu svo til okkar núna í maí og var skipulögð mikil dagskrá með okkar nemendum, m.a. var farið í safnaferðir, í siglingu með Húna og farin var dagsferð á Mývatn og Húsavík svo eitthvað sé nefnt, og myndir úr heimsókninni má sjá hér. Búið var að þýða ýmsa hluti og leiðbeiningar í skólanum á dönsku auk þess sem skólinn var prýddur fánum og má segja að dönsku fánalitirnir hafi verið áberandi í skólanum á með heimsókninni stóð. Þetta verkefni heppnaðist einstaklega vel, en mikil vinna lá á bakvið það hjá umsjónarkennurum bekkjarins, þeim Jónínu og Jóhönnu auk Helgu Daggar dönskukennara. Myndir frá heimsókn Dananna má sjá hér, en greinilegt er að allir skemmtu sér vel í þessu flotta og metnaðarfulla verkefni.
Lesa meira

Síðustu dagar skólaársins

Nú er síðasta kennsluvika þessa skólaárs og ýmislegt gert til að brjóta upp hversdagsleikann. Nemendur í 1. - 7. bekk taka sína vordaga á miðvikudaginn 31. maí og fimmtudaginn 1. júní og fara í styttri ferðir innanbæjar og í næsta nágrenni. Föstudaginn 2. júní eru nemendur svo með kennurum skv. stundatöflu fyrri hluta dags. Milli kl. 11 og 12 verður grillað og öllum boðið upp á pylsur í innigarðinum.  Nemendur 1. - 9. bekkjar verða svo kallaðir inn á íþróttasal kl. 12:30 og þá fara fram skólaslit. Foreldrar eru velkomnir með. Ólöf skólastjóri talar við hópinn og síðan fylgja nemendur sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Skóla lýkur um kl. 13:30 þennan dag og þá eru allir í 1. - 9. bekk komnir í frí.  Nemendur á unglingastigi taka sína vordaga 1. og 2. júní og fara í ferðir um bæinn og næsta nágrenni. Þeir enda eins og aðrir á grilli í innigarðinum milli kl. 11 og 12. Úskrift hjá 10. bekk verður í Glerárkirkju kl. 15:00 á föstudaginn og útskriftarnemendur og foreldar koma svo saman í kaffi í skólanum að athöfn lokinni.  Nánari dagskrá má sjá í fréttabréfi júnímánaðar.
Lesa meira

Rýmingaræfing

Í gær var haldin rýmingaræfing í skólanum, þar sem æfð var rýming á öllum skólanum. Þetta er gert einu sinni á ári með þessum og tekinn er tími frá því að brunakerfið fer í gang þangað til allir eru komnir út á söfnunarsvæðið. Æfingin í gær heppnaðist einstaklega vel, allir þekktu sitt hlutverk og kunnu leiðirnar út úr skólanum komi til rýmingar. Slökkvilið kom á staðinn og fengu yngstu nemendurnir að skoða bílana áður en haldið var aftur inn í skólastofurnar. Myndir frá æfingunni má sjá hér.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk.

Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk var haldin á sal skólans í gær. Keppnin hófst formlega á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl., en sá dagur er jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Á dagskrá í gær var lestur og söngur nemenda en foreldrum var boðið að koma og fylgjast með. Hátíðin heppnaðist vel, var fjölbreytt og allir stóðu sig með sóma og skiluðu sínu vel. Tónlistaratriði voru milli atriða, þar sem tveir nemendur úr bekknum spiluðu á píanó, auk þess sem einn nemandi spilaði undir söng á gítar í einu atriðinu. Allir þáttakendur fengu viðurkenningarskjal í lokin, en eftir hátíðina var foreldrum boðið í kaffi. Myndir frá hátíðinni má sjá hér.
Lesa meira

Vorhátíð FOKS 2017

Vorhátíð Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla verður haldin sunnudaginn 14. maí kl. 14:00 - 16:00. Nemendur, foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag saman. Þeir nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk eru boðnir sérstaklega velkomnir og eiga þeir að mæta klukkan 13:00.
Lesa meira