13.02.2018
Síðustu daga hafa nemendur í 8. bekk heimsótt og kynnt sér starfsemi hinna ýmsu fyrirtækja og starfa. Unnið var úr upplýsingum í skólanum. Allir hópar gerðu veggspjöld og útbjuggu bás og foreldrum og forráðamönnum var síðan boðið í heimsókn til að kíkja á afraksturinn og nemendum í 7. bekk og unglingadeild. Myndir
Lesa meira
06.02.2018
Heilnótan er samkeppni í tónsmíðum fyrir 4.-10. bekk í grunnskólum á Akureyri. Ungt fólk er hvatt til að senda inn tónsmíðar óháð stíl á rafrænu formi, nótnaskrift eða með hljóðritun. Lengd verks má vera 2-7 mínútur. Skilafrestur er 30. mars 2018 á netfangið tonlistarfelagakureyrar@gmail.com
Dómnefnd verður skipuð fagfólki sem velur úr innsendum tónsmíðum. Þau verk sem verða valin verða flutt í byrjun maí af höfundi eða því tónlistarfólki sem höfundur velur í samstarfi við stjórn tónlistarfélagsins.
Lesa meira
02.02.2018
Í gær var útvistardagur Síðuskóla. Þá fóru allir nemendur og
starfsmenn í Hlíðarfjall og skemmtu sér vel. Sumir renndu sér á skíðum á meðan
aðrir renndu sér á brettum, þotum, sleðum eða fengu sér göngutúr í góða
veðrinu. Allir komu heim með bros á vör eftir góðan dag í fjallinu. Hér má sjá myndir frá útvistardeginum.
Lesa meira
30.01.2018
Fimmtudaginn 1. febrúar er fyrirhugaður útivistardagur í Hlíðarfjalli. Þá fara allir nemendur skólans með rútu í Hliðarfjall að morgni og koma til baka kringum hádegi. Þeir sem eru í 6. bekk og eldri mega vera lengur með skriflegu leyfi foreldra.
Spáð er köldu veðri þennan dag og afar mikilvægt að vera vel klæddur. Muna eftir góðu nesti sem auðvelt er að neyta utandyra.
Skóladegi lýkur kl. 12:30 og nemendur sem skráðir eru í frístund fara þangað en aðrir fara heim.
Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.
• Hjálmaskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.
Lesa meira
26.01.2018
Föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Víða er teflt s.s. í skólum, vinnustöðum, heitum pottum, kaffihúsum og dvalarheimilum svo dæmi séu nefnd. Í Síðuskóla fengum við félaga úr Skákfélagi Akureyrar í lið með okkur og buðum upp á skákfræðslu og tækifæri til tefla í 5. - 10. bekk. Fjölmargir nemendur þáðu boðið og á meðfylgjandi myndum má sjá ánægða og áhugasama nemendur við taflborðin. Hugmyndin er að bjóða upp á skólaskákmót í framhaldi af þessum viðburði en það verður dagsett og auglýst síðar. Skákdagurinn 2018 er tileinkaður Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 83ára á Skákdaginn sjálfan. Myndir
Lesa meira
25.01.2018
Laugardaginn 27. janúar 2018 kl 14 verða barnatónleikar í Hömrum í Hofi. Er þessi viðburður hluti af 75 ára afmælisviku Tónlistarfélags Akureyrar. Blásarakvintettinn NorðAustan 5-6 flytur hið sívinsæla tónlistarævintýri um Pétur og úlfinn eftir Prokofiev. Flytjendur eru Hildur Þórðardóttir flautuleikari, Gillian Haworth óbóleikari, Berglind Halldórsdóttir klarinettuleikari, Dagbjört Ingólfsdóttir fagottleikari og Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari. Sögumaður er Ívar Helgason.
Miðaverð er 2500 krónur, 20% afsláttur fyrir félagsmenn Tónlistarfélags Akureyrar, frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Hægt er að kaupa miða á mak.is og í miðasölu Hofs. Styrktaraðilar þessara tónleika eru Akureyrarstofa, Menningarfélag Akureyrar, Kea, Norðurorka og Rannís.
Lesa meira
19.01.2018
Næstkomandi mánudag og þriðjudag, 22. og 23. janúar, eru
foreldraviðtöl í Síðuskóla. Þá daga mæta foreldrar til viðtals við
umsjónarkennara með barni sínu. Aðrir kennarar verða einnig til viðtals í sínum
heimastofum eftir þörfum.
Lesa meira
15.01.2018
Á föstudaginn sl.
fögnuðum við þeim áfanga að hafa náð 20.000 hrósmiðum. Haldin er hátíð þegar
þessum fjölda hrósmiða er náð þar sem allir nemendur taka þátt. Í ár dönsuðu allir
Zumba í íþróttahúsinu undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur og Kolbrúnar
Sveinsdóttur, sem jafnframt er starfsmaður skólans. Gaman var að sjá hvað allir
skemmtu sér vel í dansinum eins og sést á myndunum sem fylgja fréttinni, en þær
má sjá hér. Einnig má sjá skemmtileg myndbönd af hátíðinni hér.
Lesa meira
05.01.2018
Síðuskóli er
þátttakandi í Erasmus+ verkefni með 4 öðrum skólum í Evrópu. Verkefnið
heitir Traces of Europe og snýst um það að þessir 5 skólar kynna hver fyrir
öðrum kennsluaðferðir sem þeir nota og hafa nýst vel. Pólland lagði inn í
verkefnið aðferðina „lært í gegnum leik“ (Game based learning). Við í
Síðuskóla eigum að reyna að kokma þessum aðferðum áleiðis í aðra skóla og var
það gert nú í byrjun janúar er farið var í Brekkuskóla og nokkrir námsleikir
kynntir fyrir kennurum þar. Vonandi ná einhverjir kennarar að nýta sér
þessa leiki. Myndir frá heimsókninni í Brekkuskóla má sjá hér.
Lesa meira
22.12.2017
Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Nemendur mæta aftur í skólann fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira