ÍSAT

Ferð á Súlur aflýst sem og göngu í Fálkafell-Gamla

Því miður er skyggnið þannig í dag að ekki er hægt að fara með hóp nemenda á Súlur eins og til stóð. Það er svo lágskýjað að ekki sést í Fálkafell svo þeirri göngu er líka aflýst. Allir nemendur mæta í skólann, til umsjónarkennara og fara í hópa með öðrum nemendum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá tengdri lýðheilsu.
Lesa meira

Skólabyrjun

Síðuskóli var settur þann 21. ágúst. Nemendur hefja skólaárið skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Valgreinar á unglingastigi byrja þó ekki fyrr en í vikunni 27. - 31. ágúst. Þá mun 1. bekkur ekki hefja nám fyrr en fimmtudaginn 23. ágúst en seinni viðtalsdagur nemenda og foreldra hjá umsjónarkennara er miðvikudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Námsgögn

Nemendur þurfa ekki að kaupa nein námsgögn til að nota í skólanum. Allir nemendur skólans fá þau ritföng sem nota þarf s.s. skriffæri, liti, stílabækur og möppur. Það eina sem nemendur þurfa að hafa með sér er skólataska, nesti og íþróttafatnaður.
Lesa meira

Skólasetning í ágúst

Síðuskóli verður settur þriðjudaginn 21. ágúst. Þá mæta nemendur 2. - 5. bekkjar á sal klukkan 9:00 en nemendur 6. - 10. bekkar klukkan 10:00. Skólastjóri setur skólann en að því loknu fylgja nemendur sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Nemendur 1. bekkjar eru ...
Lesa meira

Blár dagur föstudaginn 6. apríl

Föstudaginn 6. apríl eru allir hvattir til að klæðast bláu en það liður í vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL. Það er styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur að átakinu en markmið þess er m.a. að stuðla að aukinni fræðslu og skilningi á einhverfu. Nánar
Lesa meira

Skólahreysti 2018

Á morgun er keppt í norðurlandsriðli Skólahreystis og eigum við í Síðuskóla titil að verja þar sem við erum ríkjandi Skólahreystimeistarar. Liðið okkar í ár skipa þau Ratipong Sudee, Aron Sveinn Davíðsson, Andrea Ýr Reynisdóttir, Elín Matthildur Jónsdóttir, Sóley Dögg Ágústsdóttir og Elvar Máni Ólafsson. Þau voru við æfingar í morgun og þá var þessi mynd tekin. Áfram Síðuskóli! Hér má sjá myndir frá keppninni í Íþróttahöllinni.
Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi nemenda hefst að loknum skóla föstudaginn 23. mars. Þriðjudaginn 3. apríl er skipulagsdagur í Síðuskóla en fyrsti skóladagur nemenda eftir frí er miðvikudagurinn 4. apríl. Við vekjum athygli á því að þann dag klukkan 13:00 er keppni í Norðurlandsriðli í Skólahreysti. Við bjóðum nemendum í 7. - 10. bekk að fara í Íþróttahöllina og hvetja okkar lið. Þeir sem fara þangað enda skóladaginn þar að keppni lokinni.
Lesa meira