Í síðustu viku var mikið um að vera í skólanum. Á fimmtudaginn var þemadagur, þar sem þemað var Lýðheilsa. Skipt var í hópa þvert á stig og á boðstólnum voru fjölbreytt viðfangsefni. Á föstudeginum var svo haldið upp á Dag íslenskrar náttúru þar sem bekkir fóru víða út í vettvangsferðir og fræddust um náttúruna; fjöll, fugla, plöntur og fleira. Þegar nemendur komu til baka þanng dag var komið að árlegum viðburði, en það er keppni sem kallast Náttúrufræðingur Síðuskóla. Í þeirri keppni er nemendum í 2. – 10. bekk sýndar fimm myndir af fuglum, fimm af plöntum og fimm af stöðum á Íslandi og eiga þeir að skrifa niður á blað nöfn á því sem þeir þekkja. Úrslitin verða kynnt síðar, en hér má sjá myndir frá þemadeginum og ferð 3. bekkjar í Krossabesborgir.