Í dag fór Ólympíuhlaup ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið) fram í Síðuskóla. Nemendur skólans hittust við körfuboltavöllinn þar sem íþróttakennarar ræstu nemendur af stað. Allir nemendur fóru a.m.k. einn hring sem er 2,5 kílómetrar en í boði var að fara fleiri hringi. Íþróttakennarar halda í framhaldinu utan um skráningu. Hér má sjá myndir af nemendum hlaupa í morgun í blíðunni.