Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar í starfinu til að fara reglulega yfir verklag komi til rýmingar. Tilgangurinn er að auka öryggi nemenda og starfsfólks í skólanum. Hins vegar er nauðsynlegt að fara yfir þessa hluti líka heima og ræða í leiðinni mikilvægi þess að fara eftir því skipulagi sem fylgir æfingu sem þessari. Í vikunni var farið í 1. bekk með fræðslu um tilgang æfingarinnar, verklagið var kynnt og að lokum höfð æfing þar sem ferlið var æft. Þetta er gert til að undirbúa yngstu nemendurna undir æfinguna sjálfa og gefa þeim kost á að ræða hlutina og spyrja spurninga. Æfingin í morgun gekk vel og stóðu nemendur sig vel og voru öll viðbrögð þeirra fumlaus og örugg. Hér má sjá myndir frá æfingunni og einnig frá því þegar 1. bekkur var með sína æfingu sl. þriðjudag.