ÍSAT

Lalli töframaður í heimsókn í Síðuskóla

Í morgun fengum við góða gesti en Lalli töframaður kom og skemmti nemendum í 5.-7. bekk á sal. Heimsóknin var hluti af verkefninu List fyrir alla sem er m.a. ætlað að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. 

Hér má sjá myndir. 

 

 

Lesa meira

Fyrsti fundur nýrrar umhverfisnefndar Síðuskóla

Ný umhverfisnefnd hefur tekið til starfa í skólanum. Fyrsti fundur var haldinn í dag og gekk hann mjög vel. Farið var yfir áherslur og helstu verkefni vetrarins.  

Eftirfarandi eiga sæti í umhverfisnefndinni skólaárið 2021-2022:

Sigrún Birna Sigtryggsdóttir kennari og formaður umhverfisnefndar
Anna Lilja Hauksdóttir kennari
Einar Logi Vilhjálmsson kennari
Erna Björg Guðjónsdóttir kennari
Jón Eiður Ármannsson húsvörður
Halla Björg Davíðsdóttir þroskaþjálfi
Eva Rakel Allen fulltrúi foreldra
Fulltrúar nemenda eru:
10. bekkur Bríet Klara Barðadóttir, Elvin Gitonga, Sigfríður Birna Pálmadóttir og Sveinfríður Hanna Ólafsdóttir
8. bekkur Gabríel Máni Einarsson og Nadía Ósk Sævarsdóttir aðalmenn. Varamenn: Annabel Gateria Mutengi og Gunnar Brimir Snævarsson 
6. bekkur Emma Rakel Björnsdóttir og Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson aðalmenn. Varamenn: Andrea Dögg Andradóttir og Patrekur Tryggvason
4. bekkur Katla Valgerður Kristjánsdóttir og Óliver Andri Einarsson aðalmenn. Varamenn: Katrín Birta Birkisdóttir og Sesar Amír Geirdal Óskarsson
2. bekkur Sóley Líf Pétursdóttir og Sölvi Ólafsson aðalmenn. Varamenn: Grétar Rafn Leví Gíslason og Jóhanna Ellý Óladóttir 
 
Lesa meira

Gönguferð

Á fimmtudaginn verður farið í gönguferð þar sem nemendur og starfsfólk ganga efri Glerárdalshring sem oft er nefndur stífluhringur. Farið verður með rútum upp á Súlubílastæði. Nemendur í 1.-5. bekk verða sóttir en eldri nemendur labba til baka í Síðuskóla. Gönguferðin er upphaf þemaviku þar sem unnið verður með loftlagsmál sem er þemað okkar í Grænfánaverkefninu og einnig upphaf átaksins Göngum í skólann.

Lesa meira

Útikennsla í list- og verkgreinum

Kennarar í skólanum hafa verið duglegir að nýta sér góða veðrið síðustu daga. Til að mynda fóru list- og verkgreinakennarar með nemendur  á miðstigi út í garð og kenndu þar í veðurblíðunni í vikunni. Nemendur lærðu að tálga, bökuðu lummur, myndskreyttu steina, máluðu útitafl og smíðuðu taflmenn. 

Hér má skoða myndir.

Lesa meira

Matseðill fyrir ágúst og september

Matseðil fyrir ágúst og september má finna hér.

Við minnum á að boðið er upp á frían hafragraut alla morgna fyrir nemendur og einnig í frímínútum fyrir 8.-10. bekk.

 

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2021

Síðuskóli verður settur mánudaginn 23. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 4. bekkur kl. 9:00.
5. - 7. bekkur kl. 9:30.
8. - 10. bekkur kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar heimastofur (sjá hér að neðan) og koma síðan á sal með starfsfólki. Vegna takmarkana sem eru í gildi mæta nemendur í 2.-10. bekk einir á skólasetningu. Við getum reiknað með að nemendur verði klukkustund í skólanum.

Foreldrar og nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl hjá umsjónarkennurum 20. og 23. ágúst. Viðtölin eru rafræn og eru umsjónarkennarar búin að senda bréf heim.

 

Lesa meira

Hönnunarverkefni nemenda í 10. bekk

Þrjár stúlkur í 10. bekk, þær Álfhildur, Elísabet og Klaudia, tóku þátt í hönnunarverkefni sem nefnist Tannhjólið. Um er að ræða skapandi ferli þar sem nemendur þjálfast í að nýta sér aðferðir hönnunarhugsunar við tilraunir til að skapa vöru sem gæti þjónað tilgangi í samfélaginu og verið nýtileg. Nemendur verða í ferlinu rannsakendur, hönnuðir, uppfinningamenn og framleiðendur sinnar eigin vöru ásamt því að vera seljendur. Miðað er við að leita grænna leiða og að efniviður sé endurunninn. 

Hér má sjá myndir af afrakstrinum en um er að ræða ilmkerti og sápur. Hér má sjá myndir af afrakstrinum

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2021

Síðuskóla var slitið við hátíðlega athöfn þann 8. júní síðastliðinn. Að þessu sinni útskrifuðust 36 nemendur úr 10. bekk. Um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur. Hér er að finna myndir.

 

Lesa meira

Nemendur í 10. bekk skoruðu á starfsmenn í íþróttum

Í dag skoruðu nemendur í 10. bekk á starfsmenn að keppa við sig í blaki, fótbolta og skotbolta.

Nemendur unnu þrjár  viðureignir af fjórum.

Hér eru myndir. 

Lesa meira

Síðuskóli fær grænfánann í áttunda sinn

Í dag var hátíðisdagur í Síðuskóla þegar fulltrúi Landverndar Guðrún Schmidt afhenti skólanum  Grænfánann í áttunda skiptið. Síðuskóli hefur verið Grænfánaskóli síðan 2006 og vorið 2020 var stefnan að fá fánann en vegna samkomutakmarkana var ákveðið að fresta því. Á þessu skólaári hefur ekki verið hægt að koma saman innandyra með alla nemendur skólans og var því ákveðið að blása til hátíðar utandyra og ekki spillti veðrið fyrir. Þema skólans fyrir umsókn um fánann var lýðheilsa og var heildarútkoma úttektarinnar eftirfarandi:

Síðuskóli var með víðtæk markmið í tengslum við lýðheilsu og úrgang og fann  fjölbreyttar leiðir til þess að vinna að þeim. Starfsfólk í grænfánanefnd og verkefnastjóri eru áhugasöm og kraftmikil og greinilegt að verkefnið nær að valdefla nemendur. Í Síðuskóla er unnið flott starf í menntun til sjálfbærni og hvetjum við ykkur til áframhaldandi góðra verka. Þið hafið náð þeim góða árangri að fá grænfánann afhentan í  8.  sinn. Innilega til hamingju með það!

Hér eru myndir frá hátíðinni.  

 

Lesa meira