Á föstudaginn voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn skólans viðurkenningu fyrir störf sín við skólann en það voru þær Helga Lyngdal deildarstjóri og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir sérkennari, sem hefur sinnt kennslu nemenda sem eru með íslensku með annað tungumál (ÍSAT) í vetur. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin við þetta tækifæri. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar.