ÍSAT

Matseðill fyrir ágúst og september

Matseðil fyrir ágúst og september má finna hér.

Við minnum á að boðið er upp á frían hafragraut alla morgna fyrir nemendur og einnig í frímínútum fyrir 8.-10. bekk.

 

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2021

Síðuskóli verður settur mánudaginn 23. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 4. bekkur kl. 9:00.
5. - 7. bekkur kl. 9:30.
8. - 10. bekkur kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar heimastofur (sjá hér að neðan) og koma síðan á sal með starfsfólki. Vegna takmarkana sem eru í gildi mæta nemendur í 2.-10. bekk einir á skólasetningu. Við getum reiknað með að nemendur verði klukkustund í skólanum.

Foreldrar og nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl hjá umsjónarkennurum 20. og 23. ágúst. Viðtölin eru rafræn og eru umsjónarkennarar búin að senda bréf heim.

 

Lesa meira

Hönnunarverkefni nemenda í 10. bekk

Þrjár stúlkur í 10. bekk, þær Álfhildur, Elísabet og Klaudia, tóku þátt í hönnunarverkefni sem nefnist Tannhjólið. Um er að ræða skapandi ferli þar sem nemendur þjálfast í að nýta sér aðferðir hönnunarhugsunar við tilraunir til að skapa vöru sem gæti þjónað tilgangi í samfélaginu og verið nýtileg. Nemendur verða í ferlinu rannsakendur, hönnuðir, uppfinningamenn og framleiðendur sinnar eigin vöru ásamt því að vera seljendur. Miðað er við að leita grænna leiða og að efniviður sé endurunninn. 

Hér má sjá myndir af afrakstrinum en um er að ræða ilmkerti og sápur. Hér má sjá myndir af afrakstrinum

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2021

Síðuskóla var slitið við hátíðlega athöfn þann 8. júní síðastliðinn. Að þessu sinni útskrifuðust 36 nemendur úr 10. bekk. Um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur. Hér er að finna myndir.

 

Lesa meira

Nemendur í 10. bekk skoruðu á starfsmenn í íþróttum

Í dag skoruðu nemendur í 10. bekk á starfsmenn að keppa við sig í blaki, fótbolta og skotbolta.

Nemendur unnu þrjár  viðureignir af fjórum.

Hér eru myndir. 

Lesa meira

Síðuskóli fær grænfánann í áttunda sinn

Í dag var hátíðisdagur í Síðuskóla þegar fulltrúi Landverndar Guðrún Schmidt afhenti skólanum  Grænfánann í áttunda skiptið. Síðuskóli hefur verið Grænfánaskóli síðan 2006 og vorið 2020 var stefnan að fá fánann en vegna samkomutakmarkana var ákveðið að fresta því. Á þessu skólaári hefur ekki verið hægt að koma saman innandyra með alla nemendur skólans og var því ákveðið að blása til hátíðar utandyra og ekki spillti veðrið fyrir. Þema skólans fyrir umsókn um fánann var lýðheilsa og var heildarútkoma úttektarinnar eftirfarandi:

Síðuskóli var með víðtæk markmið í tengslum við lýðheilsu og úrgang og fann  fjölbreyttar leiðir til þess að vinna að þeim. Starfsfólk í grænfánanefnd og verkefnastjóri eru áhugasöm og kraftmikil og greinilegt að verkefnið nær að valdefla nemendur. Í Síðuskóla er unnið flott starf í menntun til sjálfbærni og hvetjum við ykkur til áframhaldandi góðra verka. Þið hafið náð þeim góða árangri að fá grænfánann afhentan í  8.  sinn. Innilega til hamingju með það!

Hér eru myndir frá hátíðinni.  

 

Lesa meira

Viðurkenningar fræðsluráðs

Í gær voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir nemendur Síðuskóla viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi sínu og störfum. Þetta voru þau Rakel Alda Steinsdóttir í 10. bekk og Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson í 5. bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar, en myndin sem fylgir fréttinni var tekin af verðlaunahöfunum í gær að lokinni athöfn.

Lesa meira

1. bekkur í heimsókn í Síðuskóla

Þriðjudaginn 1. júní komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn til okkar ásamt foreldrum. Þetta er flottur hópur og við hlökkum til samstarfsins með þeim.

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

Vel heppnuð rýmingaræfing

Í morgun var haldin vel heppnuð rýmingaræfing í skólanum. Skólinn var rýmdur á þremur mínútum. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks en einnig að tryggja fumlaus viðbrögð komi upp aðstæður sem krefjast rýmingar. Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn og leyfði nemendum að skoða bílana að æfingu lokinni. Samstarf við slökkviliðið hefur verið einstaklega gott og eru þau alltaf klár í að æfa með okkur. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá þegar slökkviliðskonurnar sem komu til að taka þátt í æfingunni útskýrðu tækjabúnað bílsins fyrir áhugasömum nemendum.

Lesa meira

10. bekkur í skólaferðalagi

Í gær hélt 10. bekkur af stað í skólaferðalag í Skagafjörð. Hópurinn mun njóta þess sem þar er í boði s.s. flúðasiglingar, kajakferðir, litabolti, sund og fleira. Heimkoma er á miðvikudag. 

Hér eru nokkrar myndir. 

 

Lesa meira