Í dag fórum við í gönguferð í Krossanesborgir. Gengið var frá skólanum að bílastæðinu við upphaf göngustígsins í Krossanesborgir og þar fengu nemendur hressingu áður en lengra var haldið. Þrjár stöðvar voru á leiðinni þar sem nemendur gerðu hreyfiæfingar með starfsfólki og að endingu var stoppað var fuglaskoðunarhúsið í nesti áður en hringurinn var kláraður og gengið heim í skóla. Dagurinn var vel heppnaður þó þokan hafi fylgt okkur alla leið en allir stóðu sig vel og kláruðu gönguna glaðir í bragði. Hér má sjá nokkrar myndir.