Úrslit í keppninni Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Í gær komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd kynnti sig, Síðuskólasöngurinn var sunginn og veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla fengu Sóley Líf í 3. bekk, Karólína Hanna í 4. bekk, Aþena Vigdís í 4. bekk, Helenda Lind í 6. bekk, Hulda Rún í 7. bekk, Ásdís Hanna í 7. bekk og Máni Freyr í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2022 er Silja Ösp Logadóttir í 8. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslit í Ólympíuhlaupi ÍSÍ:
1.-4. bekkur
1. sæti    Grétar Rafn Leví
2. sæti   Auðun Aron
3. sæti  Tristan Andri
5.-7. bekkur
1. sæti   Arna Lind og Rúnar Orri
2. sæti  Þóra Margrét
3. sæti  Halla Marín, Patrekur og Vilhjálmur Jökull
8.-10. bekkur
1. sæti  Reynir Kató
2. sæti Daníel
3. sæti Ármann Gunnar
Einnig fékk 7. bekkur viðurkenningu fyrir besta meðaltíma, öllum árganginum var boðið í ávaxta- og ísveislu. 

 

Hér má finna myndir.