Í gær komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd kynnti sig, Síðuskólasöngurinn var sunginn og veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla fengu Sóley Líf í 3. bekk, Karólína Hanna í 4. bekk, Aþena Vigdís í 4. bekk, Helenda Lind í 6. bekk, Hulda Rún í 7. bekk, Ásdís Hanna í 7. bekk og Máni Freyr í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2022 er Silja Ösp Logadóttir í 8. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.