ÍSAT

Úrslit í 100 miða leiknum

Undanfarnar tvær vikur hefur 100 miða leikurinn verið í gangi í skólanum. Leikurinn virkar þannig að á hverjum degi fá 5 starfsmenn úthlutuðum alls 10 hrósmiðum sem þeir láta nemendur fá sem sýnt hafa góða hegðun þann daginn. Eftir skráningu hjá ritara, þar sem nemendur draga númer, eru miðarnir hengdir á töflu á ganginum yfir það númer sem dregið hafði verið. Í lokin eru 10 nemendur dregnir út og fá verðlaun hjá skólastjórnendum sem tilkynnt er á úrslitunum hver eru. Í ár var röðin 61-70 valin og í henni voru eftirfarandi nemendur: Natalía Ösp í 6. bekk, Kristín Lilly í 2. bekk, Annabel í 8. bekk, Birna Dís í 4. bekk, Anton Már og Jón Orri í 5. bekk, Dagbjört Lilja í 9. bekk, Lilja Sól í 1. bekk, Logi Hrafn í 10. bekk og Silja Ösp í 7. bekk. Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju. Úrslitin voru tilkynnt í gær, en vegna fjöldatakmarkana var eingungis einn bekkur á sal en hinir fylgdust með gegnum fjarfundabúnað. Nemendur fóru í umbunina í dag, sem var að fara í pílu í íþróttahúsinu í Laugargötu og kaffi í Bakaríinu í Sunnuhlíð. Myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt í gær og ferðinni í morgun má sjá hér.

Lesa meira

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk í haust

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk Síðuskóla haustið 2022. Smellið hér til að fara á innritunarsíðuna

Lesa meira

Frístund opnar kl. 13.00

Frístund opnar í dag kl. 13.00 fyrir þá sem eru skráðir í dag

Lesa meira

Allt skólahald fellur niður á morgun 7. febrúar

Öllu skólahaldi í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst á morgun. Gert er ráð fyrir afleitu veðri í Eyjafirði með mikilli vindhæð og ofankomu. Búist er við að ófært verði með öllu um götur bæjarins og er fólk hvatt til að vera sem minnst á ferli. Tilmæli um niðurfellingu skólahalds eru komin frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

[English]
Schools in Akureyri will be closed tomorrow due to inclement weather. High winds and heavy snow is expected and the Civil Protection Department is encouraging people to stay home and off the roads until the storm has calmed down!

Lesa meira

Val á miðstigi

Í vetur hefur verið boðið upp á val á miðstigi. Í gær byrjaði lota 4 og þær  valgreinar sem eru í boði eru píla, skólablað Síðuskóla, stopmotion myndbandagerð, origami og teikning, tónlistarstefnur, íþróttir, bókagerð og lestur og útsaumur. 

Markmið verkefnisins eru m.a. að stuðla að auknum samskiptum á milli árganga, efla áhuga og gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi.

Hér má sjá myndir úr pílunni. 

Lesa meira

Nemendur í 9. bekk stofna fyrirtæki

Nemendur í  9. bekk fengu það verkefni í smiðjum að stofna eigið eigið fyrirtæki og áttu meðal annars að huga að vörum, markhóp og markaðssetningu (slagorð, auglýsingar o.s.frv.). Neó, Sara Sif, Máni og Íris Embla stofnuðu pítsastað. Þau settu upp flotta heimasíðu og bjuggu einnig til Facebook og Instagram aðgang til að auglýsa fyrirtækið sitt enn betur. Meðfylgjandi er hlekkur á heimasíðuna La Crosta (skorpa á ítölsku). Hér er að finna heimasíðu fyrirtækisins

 

Lesa meira

Kennsla hefst þriðjudaginn 4. janúar

Kennsla hefst í Síðuskóla á morgun, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 8.10. Í dag hefur starfsfólk unnið að skipulagningu skólastarfs næstu daga. 

Við þökkum ykkur fyrir samstarfið á liðnu ári og megi nýtt ár verða okkur öllum gott.

Lesa meira

Litlu jólin 2021

Litlu jólin voru með öðru sniði hjá okkur þetta árið. Dagskrá var á sviðinu sem varpað var rafrænt út í stofurnar, nemendur 5. og 6. bekkjar voru í salnum en aðrir árgangar í heimastofum. Ólöf skólastjóri með stutt ávarp, nemendur spiluðu nokkur jólalög og jólaleikrit miðstigs var sýnt. Hér eru nokkrar myndir frá því í morgun. 

 

Lesa meira

Spurningakeppni unglingadeildar Síðuskóla

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag 16. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 10. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Bjarki Rafn, Daníel Hrafn og Sigrún Freygerður.  Hér eru nokkrar myndir frá því í morgun.

Lesa meira