Nemendur úr 7. - 10. bekk í Síðuskóla tóku þátt í Stórþingi ungmenna í Hofi í gær, 28. febrúar. Síðuskóli átti sextán fulltrúa á þinginu, fjóra úr hverjum árgangi. Umræðuefnin voru margvísleg s.s. snjómokstur, tómstundir, geðheilbrigðismál, strætó og fleira. Niðurstöður Stórþingsins verða svo ræddar á bæjarstjórnarfundi Unga fólksins þann 14. mars nk. Þar gefst fulltrúum ungmennaráðsins tækifæri til þess að ávarpa bæjarstjórnina og koma á framfæri þeim málum sem börn og ungmenni á Akureyri telja að þarfnist áheyrnar bæjarstjórnar til að bæta stöðu þeirra í sveitarfélaginu okkar.