ÍSAT

Upphátt

Í morgun var Upphátt, áður Stóra upplestrarkeppnin, haldin á sal skólans. Þar lásu 8 nemendur úr 7. bekk sem höfðu komist áfram eftir bekkjarkeppnina. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur áfram til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Þeir nemendur sem voru valdir eru þær Arna Lind Jóhannsdóttir og Sigurlaug Salka Steinsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku. Hér má sjá myndir frá keppninni í morgun.

Lesa meira

Öskudagsball fyrir 1.-7. bekk á morgun þriðjudag

Á þriðjudaginn (21. febrúar) verður öskudagsball fyrir 1.-4 bekk og 5.-7. bekk. 

 1.-4. bekkur:

Þriðjudaginn 21. febrúar verður öskudagsball fyrir 1.-4. bekk klukkan 16:00-18:00. Það kostar 500 krónur inn og það verður sjoppa á staðnum. Leikir, tónlist, dans og vinningur fyrir 2 bestu búningana! Allur ágóði ballsins rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Hlökkum til að sjá ykkur! 

Kv. 10. bekkur

 

5.-7. bekkur

Á þriðjudaginn verður öskudagsball fyrir 5.-7. bekk klukkan 19:00-21:00. Það kostar 500 krónur inn og það verður sjoppa á staðnum. Leikir, tónlist, dans og vinningur fyrir 2 bestu búningana! Allur ágóði ballsins rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Hlökkum til að sjá ykkur! 

Kv. 10. bekkur

 

Sjoppa verðlisti:

 Mars 150kr

Kitkat 150

Stjörnurúlla 100kr

Þristur 50kr

Mentos 150kr

Fruitella 150kr

Skalle 250 kr 

 Svali 100

Gos 200

 

 Á ensku: 

 A ball will be held in Síðuskóli for students in 1. -4. grade on Tuesday 21. February from 16:00- 18:00. 

The entrance fee is 500 ISK and candy will also be sold.

 

 A ball will be held in Síðuskóli for students in 5. -7. grade on Tuesday 21. February from 19:00- 21:00. 

The entrance fee is 500 ISK and candy will also be sold.

The entrance fee will go to the 10th grade travel fund.

 

 

Lesa meira

Frí framundan

Við minnum á frídaga sem eru framundan. Öskudagur er 22. febrúar og þá er frí í Grunnskólum Akureyrar. Þann 23. og 24. febrúar síðan vetrarfrí. Frístund er lokuð á öskudag en er opin frá kl. 13 í vetrarfríinu. 

Lesa meira

Opið hús

Opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2023 verður fimmtudaginn 8. febrúar kl. 11-12. Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að koma á þeim tíma og kynna sér skólann.

Lesa meira

Flokkunarkeppni Síðuskóla

Í síðustu viku var haldin flokkunarkeppni á milli árganga. Keppnin var þrískipt, yngsta stig, miðstig og unglingastig. Keppnin var jöfn og spennandi en 4. bekkur lenti í 4. sæti, 9. bekkur í 3. sæti og 6. bekkur í 2. sæti. Öll þessi lið voru með 40 atriði rétt flokkuð af 44 og réðist sætaröðun af tímatökum. Það var 7. bekkur sem vann keppnina með 42 atriði rétt flokkuð. Það er magnað að sjá hve nemendur eru góðir í að flokka. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall. 

Myndir frá flokkunarkeppni eru hér.

 

Lesa meira

Jólakveðja

Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skrifstofan er lokuð þannig að hringja verður beint í síma Frístundar 461 3473.

Lesa meira

Myndir frá litlu jólunum

Hér er að finna myndir frá litlu jólunum.Það var dásamlegt að geta haldið þau með hefðbundnum hætti.

Lesa meira

Spurningakeppni unglingadeildar Síðuskóla

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram 20. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 9. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Gunnar Brimir, Ívan Þór og Sóley Eva.  Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.

 
Lesa meira

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri hafa verð gerð á 4 erlendum tungumálum auk íslensku, það er enskupólsku, spænsku og rússnesku Jafnframt er hægt að finna þau hér á síðunni undir grunnskólar – móttaka nemenda. Vonum við að myndböndin komi að góðum notum við að kynna grunnskólakerfið okkar og að bjóða erlenda nemendur og foreldra þeirra velkomin til Akureyrar. Stefnt er að því að bæta fleiri þýðingum inn í sjóðinn okkar á næstu árum.

(Tekið af www.erlendir.akmennt.is)

Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin verða þann 21. desember. Það koma allir í skólann kl. 9.00 og fara heim um kl. 11.00. Fyrst verður hópnum skipt í salinn þar sem nemendur í leiklistarvali á miðstigi sýna jólaleikrit og heimastofur en eftir það hittast svo allir í íþróttasalnum og ganga saman í kringum jólatréð.

 Frístund er opin þennan dag frá kl. 7.45-9.00 og 11.00-16.15 fyrir þá sem þar eru skráðir.

Lesa meira