ÍSAT

Páskafrí

Föstudagurinn 31. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl.  Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og vonum að páskaleyfið verði ánægjulegt.
Starfsfólk Síðuskóla  
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Við viljum vekja athygli á að búið er að opna fyrir tilnefningar fyrir framúrskarandi skólastarf á vef Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 9. apríl og mun hátíðin vera haldin í Menningarhúsinu Hofi þann 2. maí kl. 16:30. Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta tækifæri og koma hrósi áleiðis fyrir vel unnin störf í skólum bæjarins. Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir nemendur, kennara/starfsfólk og verkefni/skólar. 

Slóð á tilnefningarformin er að finna á vef Akureyrarbæjar

Lesa meira

Símalausir dagar í Síðuskóla fram að páskum

Við í Síðuskóla höfum ákveðið að endurtaka leikinn með símalausu dagana. Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur síðast og fannst flestum nemendum þetta góð tilbreyting. Frá og með morgundeginum 22. mars og fram að páskaleyfi sem hefst þann 1. apríl verða því símalausir dagar. Þessa daga eiga nemendur að mæta án síma í skólann en ef þeir þurfa af einhverjum ástæðum að taka hann með í skólann láta foreldrar umsjónarkennara vita svo hægt sé að setja hann í læsta geymslu meðan á skóla stendur. Ef nemendur fylgja ekki þessu fyrirkomulagi afhenda þeir starfsmanni símann sem geymir hann í læstri hirslu þar til skóla lýkur. Þessi hugmynd var rædd í skólaráði skólans og hún samþykkt þar. Það er von okkar að símalausir dagar fái sama góða hljómgrunninn eins og síðast og við njótum samveru og samskipta án símanna.

Lesa meira

Útivistardagur á áætlun

Farið verður í Hlíðarfjall í dag skv. áætlun.

Lesa meira

Nemendur í 4. bekk unnu til verðlauna í teiknisamkeppni MS

Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1200 myndir í keppnina frá 60 skólum um land allt.  Að lokum vor tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og var ein þeirra frá Síðuskóla. Það voru þær Edda Bjarney Víkingsdóttir, Aþena Vigdís Sigurðardóttir og Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir sem teiknuðu myndina. Þær fengu allar  viðurkenningarskjal  en auk þess fékk myndin peningaverðlaun sem fara í bekkjarsjóð. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn. Á myndunum sem fylgja má sjá mynd af verðlaunahöfunum og verðlaunamyndinni. 

 

 

 
Lesa meira

Úrslit í 100 miða leiknum

Á söngsal í morgun voru tilkynnt úrslit í 100 miða leik skólans, en hann er hluti af SMT skólafærninni. Nemendur sem dregnir voru út fóru í heimsókn á Leikfangasafnið. Að þeirri heimsókn lokinni var farið í bakarí þar sem nemendur völdu sér bakkelsi og drykk. 
Lesa meira

Nýr samgöngusáttmáli kynntur á söngsal

Í morgun var söngsalur hjá okkur í Síðuskóla. Það voru 1. og 6. bekkur völdu lögin og tóku nemendur vel undir við undirleik Hemma Ara. Umhverfisnefnd kynnti nýjan Samgöngusáttmála Síðuskóla en markmið með honum eru: 

  • Minnka mengun með umhverfisvænum ferðamáta.

  • Hjálpa nemendum og starfsfólki að heilsuefla sig með virkum ferðamáta.

  • Minnka notkun bíla.

 

Hér má sjá myndir frá söngsal.

Lesa meira

Góður árangur í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Á þriðjudaginn fór fram lokahátíð Upphátt í Hofi. Þar voru mættir 14 keppendur frá grunnskólum Akureyrarbæjar. Okkar fulltrúar voru þær Arna Lind og Sigurlaug Salka. Þær stóðu sig báðar frábærlega en Arna Lind lenti í 2. sæti. Sigurvegari keppninnar kom úr Lundarskóla. Við óskum þeim til hamingju með góða frammistöðu. 
 
 
 
Lesa meira

Samvera á sal með leikskólunum í hverfinu

Eitt af þeim skemmtilegu verkefnum sem við vinnum að skólanum er samstarfið við leikskólana í hverfinu, Hulduheima Sel og Krógaból. Samstarfið hefur verið í nokkuð föstum skorðum undanfarin ár, en á samstarfsfundi í haust kviknaði sú hugmynd að hafa sameiginlega samverustund á sal Síðuskóla þar sem leikskólarnir kæmu og hittu 1. bekk. Sú stund var í morgun og var mjög vel heppnuð, 1. bekkur sýndi leikrit, nokkrir nemendur lásu úr frumsömdum bókum og í lokin sungu allir saman við undirleik Systu. Allir voru sammála um að endurtaka þetta fljótlega aftur. Hér má sjá myndir sem voru teknar í morgun. Takk fyrir komuna Hulduheimar Sel og Krógaból!

Lesa meira

Stórþing ungmenna í Hofi

Nemendur úr 7. - 10. bekk í Síðuskóla tóku þátt í Stórþingi ungmenna í Hofi í gær, 28. febrúar. Síðuskóli átti sextán fulltrúa á þinginu, fjóra úr hverjum árgangi. Umræðuefnin voru margvísleg s.s. snjómokstur, tómstundir, geðheilbrigðismál, strætó og fleira. Niðurstöður Stórþingsins verða svo ræddar á bæjarstjórnarfundi Unga fólksins þann 14. mars nk. Þar gefst fulltrúum ungmennaráðsins tækifæri til þess að ávarpa bæjarstjórnina og koma á framfæri þeim málum sem börn og ungmenni á Akureyri telja að þarfnist áheyrnar bæjarstjórnar til að bæta stöðu þeirra í sveitarfélaginu okkar. 

 

Lesa meira