Jólakveðja
Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skrifstofan er lokuð þannig að hringja verður beint í síma Frístundar 461 3473.
Algórtiminn sem elur mig upp var yfirskrift á fyrirlestri sem nemendur í 8.-10. bekk fengu í morgun frá Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Þar fór Skúli Bragi yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútímasamfélagi. Virkilega vel heppnaður fyrirlestur og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.
Í gær fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en þá kom Jóhann frá slökkviliðinu til að afhenda verðlaun í eldvarnargetraun sem 3. bekkur tekur þátt í árlega. Hilmir Kató var svo heppin að vera annar af tveimur nemendum í 3. bekk á Akureyri sem voru dregin út. Hann fékk viðurkenningarskjal og gjafabréf í Spilavini. Hér með fréttinni má sjá mynd sem var tekin við þetta tækifæri. Til hamingju Hilmir!
Fimmtudaginn 1. febrúar og föstudaginn 2. febrúar verða samtalsdagar í Síðuskóla. Kennsla fellur niður þessa daga en nemendur mæta með foreldrum í samtal á bókuðum tíma.
Í morgun fengum við í skólanum góða heimsókn frá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélagið er þessa dagana að sýna Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið, byggt á bók sem margir nemendur þekkja og komu skrímslin í heimsókn á sal í morgun. Þau spjölluðu við nemendur í 1. – 4. bekk, sungu eitt lag og dönsuðu. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn sem nemendur höfðu gaman af eins og sjá má á þessum myndum.
Við í skólanum minnum á skipulagsdaginn þriðjudaginn 16. janúar. Þann dag er engin kennsla og Frístund er lokuð allan daginn eins og sjá má á skóladagatali.
Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skrifstofan er lokuð þannig að hringja verður beint í síma Frístundar 461 3473.
Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag, 20. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 10. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Bryndís Huld, Gunnar Brimir og Sóley Eva. Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.
Litlu jólin verða þann 21. desember. Það koma allir í skólann kl. 9.00 og fara heim um kl. 11.00. Fyrst verður hópnum skipt í salinn þar sem nemendur í leiklistarvali á miðstigi sýna jólaleikrit og heimastofur en eftir það hittast svo allir í íþróttasalnum og ganga saman í kringum jólatréð.
Frístund er opin þennan dag frá kl. 8.00-9.00 og 11.00-16.15 fyrir þá sem þar eru skráðir.
Síðustu ár hefur farið fram hurðaskreytingakeppni í Síðuskóla. Úrslit liggja fyrir þetta skólaárið, val dómnefndar var erfitt og hefði hún viljað veita fleiri verðlaun.
Sigurvegari keppninnar í ár er 3. bekkur. Verkið sýnir mikið hugmyndaflug, það er samþætt við margar námsgreinar og þar er að finna mikla natni í útfærslu.
Það er virkilega skemmtilegt að fara um skólann og sjá allar skreytingarnar og lífgar svo sannarlega upp svartasta skammdegið.
Hér eru myndir af öllum hurðunum.