Í tilefni dags íslenskrar náttúru fóru nemendur og starfsmenn Síðuskóla út að njóta útiveru og náttúrunnar í dag. Ýmist var farið gangandi, hjólandi og meira segja í strætó til fjarlægari áfangastaða. Nemendur höfðu með nesti og skemmtu sér við leik og störf enda var veðrið eins og best verður á kosið til útiveru. Ýmsu var safnað t.d. laufblöðum, prikum, steinum og líka því sem á ekki heima í náttúrunni eins og rusli sem hefur fokið. Farið var í leiki og framkvæmdar tilraunir til að skilja betur náttúruna og lífríkið allt um kring. Myndir frá deginum má sjá hér.
English below
Sæl og blessuð.
Við höfum tekið ákvörðun um að fresta gönguferðinni nk. föstudag. Ástæðan fyrir því er sú að spáin er kólnandi og leiðin sem við ætluðum að fara er að öllum líkindum drullusvað.
Við minnum einnig á að mánudaginn er Dagur íslenskrar náttúru. Við höldum honum hvernig sem viðrar, dagskráin verður þá aðlöguð að veðri.
Ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir munum við hugsanlega skella okkur í gönguferð með litlum fyrirvara.
Kveðja,
Ólöf, Helga og Malli
Hello and greetings,
We have decided to postpone the hike next Friday. The reason is that the forecast is getting colder, and the route we had planned to take is likely to be a mudfield.
We would also like to remind you that Monday is Icelandic Nature Day. We will celebrate it no matter the weather, and the schedule will be adjusted accordingly.
If the weather gods are kind to us, we might go on a hike at short notice.
Best regards,
Ólöf, Helga, and Malli
Við fögnum í dag 40 ára afmæli skólans.
Göngum í skólann verkefnið hefst á morgun og er markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Síðuskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.
Sáttmáli um símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar mun taka í gildi í ágúst 2024. Í sáttmálanum felst eftirfarandi:
Undantekningar
Viðbrögð við notkun síma í leyfisleysi
Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að:
A. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til loka skóladags nemanda.
B. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.
Við Ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.
Í símalausu skólastarfi notar starfsfólk ekki síma sína á svæðum nemenda nema með einstökum undantekningum og þá vegna starfsins.
Nú er skólaárið liðið og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju þriðjudaginn 6. ágúst og skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst.
Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.
Krakkarnir i 5. bekk skólans færðu barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri nýverið gjöf eftir að hafa safnað 350 þús. á barnamenningarhátíðinni í apríl sl. Krakkarnir gáfu leikjatölvu, leiki og peninga til kaupa á vigt fyrir nýbura. Hér má lesa skemmtilega umfjöllun af akureyri.net frá afhendingunni. Virkilega vel gert hjá 5. bekk.
Skólaárið er senn á enda en síðasti kennsludagur var í dag.
Skólaslit verða á morgun, þriðjudaginn 4. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.
Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
Klukkan 10:00 6.-9. bekkur
Útskrift 10. bekkjar verður kl. 15:00 í Glerárkirkju, kaffiveitingar í skólanum á eftir fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk.