Útivistardagur í dag samkvæmt áætlun
Það er þokkalegt veður og útivistardagur í dag samkvæmt áætlun.
The weather is reasonable for outdoor activities today and we are going to Hlíðarfjall.
Það er þokkalegt veður og útivistardagur í dag samkvæmt áætlun.
The weather is reasonable for outdoor activities today and we are going to Hlíðarfjall.
Í morgun var blakmót hjá nemendum í 8.-10. bekk. Hér má sjá myndir frá mótinu.
Frá 19. febrúar til 1. mars sl. var 100 miða leikurinn í gangi hjá okkur í skólanum. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun. Einhverjir tveir starfsmenn fá fimm miða hvor á degi hverjum til að úthluta. Miðarnir eru settir á sérstaka töflu á ganginum og nöfn nemendanna skráð í bók. Nemendur draga miða með númeri sem ræður því hvar miðinn þeirra lendir á töflunni. Í lokin eru tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fá þeir verðlaun hjá skólastjóra sem enginn veit um hver eru nema hann. Í ár var röðin sem endar á 0 (þ.e. 10, 20,…) lóðrétt valin og í henni voru: Emma Rakel í 8. bekk, Snorri Karl í 7. bekk, Sunna María í 4. bekk, Friðrik Máni í 8. bekk, Jana Lind í 9. bekk, Alexandra Guðný í 6. bekk, Líf í 2. bekk, Óliver Örn í 3. bekk, Alexander Ægir í 1. bekk og Marinó Steinn í 9. bekk. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá mynd af verðlaunahöfunum í morgun. Við óskum þessum 10 nemendum innilega til hamingju. Á morgun verða svo verðlaunin veitt, en þau eru ferð á Hjalteyri þar sem farið verður í klifur hjá 600klifur. Á myndinni með fréttinni má sjá sigurvegarana með Ólöfu skólastjóra og hér má sjá myndir frá ferðinni á Hjalteyri. Til hamingju öll!
Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Síðuskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.
Í morgun var undankeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, haldin á sal skólans. Þar lásu 8 nemendur úr 7. bekk sem höfðu komist áfram eftir bekkjarkeppnina. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur áfram til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Þeir nemendur sem voru valdir eru þau Hlynur Orri Helgason og María Líf Snævarsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku.
Í morgun var söngsalur hjá okkur, að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið með Heimi Ingimarssyni.
Einnig voru tilkynnt úrslit í flokkunarkeppni Síðuskóla en sú hefð hefur skapast í skólanum að árgangar keppa í flokkun. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu 4. bekkur, 7. bekkur og 8. bekkur. Sigurvegarar voru 7. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.
Algórtiminn sem elur mig upp var yfirskrift á fyrirlestri sem nemendur í 8.-10. bekk fengu í morgun frá Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Þar fór Skúli Bragi yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútímasamfélagi. Virkilega vel heppnaður fyrirlestur og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.
Í gær fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en þá kom Jóhann frá slökkviliðinu til að afhenda verðlaun í eldvarnargetraun sem 3. bekkur tekur þátt í árlega. Hilmir Kató var svo heppin að vera annar af tveimur nemendum í 3. bekk á Akureyri sem voru dregin út. Hann fékk viðurkenningarskjal og gjafabréf í Spilavini. Hér með fréttinni má sjá mynd sem var tekin við þetta tækifæri. Til hamingju Hilmir!