ÍSAT

Myndir frá árshátíðinni

Hér er að finna myndir frá árshátíð skólans, fleiri myndir eru væntanlegar.

Foreldrasýning 9. nóvember kl. 13:00

Foreldrasýning 9. nóv. kl. 15:00

Árshátíð miðstigs 9. nóv.

Lesa meira

Hrekkjavökusöngsalur

Í gærmorgun var haldinn Hrekkjavökusöngsalur þar sem stór hluti nemenda og starfsfólks mættu í búningum og sungu saman við undirleik Stefáns Elí Haukssonar. Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið sem fram fór 11. – 27. október sl. Á yngsta stigi las 3. bekkur mest, alls 467 mínútur. Á miðstigi las 6. bekkur mest, alls 494 mín. og á unglingastigi lásu nemendur 8. bekkur mest, alls 489 mín. Bekkirnir hljóta ísveislu í verðlaun. Við óskum nemendum þessara bekkja til hamingju með árangurinn. Einnig voru veitt verðlaun fyrir Göngum í skólann verkefnið sem fram fór 4. september til 6. október sl. 4. bekkur vann það og fékk í verðlaun bikar og umbun sem verður að fara í fimleikasalinn í Giljaskóla. Gaman er að segja frá því að 4. bekkur skilaði 99% árangri í virkum ferðamáta (þ.e. að ganga eða hjóla í skólann) þá daga sem átakið var. Vel gert 4. bekkur! Myndir frá söngsalnum og Hrekkjavökudeginum má sjá hér.

Lesa meira

Hrekkjavökuball í Síðuskóla 24. október

Sjoppa á yngsta stigi:

Sjoppa á miðstigi:

 

 

Lesa meira

Bleiki dagurinn í Síðuskóla

Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.

Lesa meira

Nýtt leiksvæði við Síðuskóla vígt í morgun

Í morgun var nýtt leiksvæði við Síðuskóla vígt. Fjölmenni var við athöfnina og ásamt nemendum og starfsfólki var fjöldi góðra gesta viðstaddur. Ólöf Inga skólastjóri stýrði dagskránni sem hófst á því að Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri flutti ávarp. Hún talaði til nemenda og óskaði þeim til hamingju um leið og hún bað þá að ganga vel um svæðið svo hægt væri að njóta þess í komandi framtíð. Því næst var skólasöngur Síðuskóla sunginn, forsöngvarar voru nokkrir nemendur úr 6. bekk. Dagskránni lauk á því að Ólöf Inga fékk til sín Evu Wium Elísdóttur fyrrverandi nemanda Síðuskóla. Á sínum tíma var hún dugleg að hvetja til þess að við skólann kæmi körfuboltavöllur. Eva er núna lykilleikmaður í körfuknattleiksliði Þórs og er í A landsliðinu. Það var því við hæfi að fá Evu til að koma og taka formlega fyrstu körfuna á nýja körfuboltavellinum.

Skipulagning skólalóðarinnar er búinn að taka mörg ár og fengu nemendur að koma með tillögur að leiktækjum og var unnið út frá þeim hugmyndum við hönnunina og fengu nemendur nánast allt sem þeir óskuðu sér. Góð samvinna var við hönnuði og starfsfólk Umhverfis- og mannvirkjasviðs og var tekið tillit til óska og samvinnan frábær í alla staði. Einnig má nefna að stjórn foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS, var mjög dugleg við að aðstoða við alla hugmyndavinnu og framkvæmd. Þetta samvinnuverkefni er til fyrirmyndar og útkoman eins og best verður á kosið.

 

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira

Símalausar vikur

Á fundi í skólaráði þann 4. október sl. var ákveðið að hafa þrjár símalausar vikur fyrir áramót og gera í framhaldi af því könnun á hvernig til tókst. Símalausar vikur eru 16.-20. október, 13.-17. nóvember og 4.-8. desember.

Lesa meira

Vígsla skólalóðar

Komin er ný og flott skólalóð við skólann okkar. Á miðvikudaginn, þann 18. október kl. 10.30 verður athöfn úti á lóð þar sem nýja svæðið verður formlega vígt. Við munum hittast fyrst úti og síðan fá nemendur grillaðar pylsur og ís í tilefni dagsins. Það eru allir velkomnir að koma og gleðjast með okkur.

Lesa meira

Bleikur dagur föstudaginn 20. október

Föstudaginn 20. október er bleikur dagur hjá nemendum og starfsfólki. Það er orðinn fastur liður hjá okkur hér í skólanum að halda upp á þennan dag, klæðast bleiku og sýna þannig samstöðu í baráttunni gegn krabbameini. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að vera með. 

Lesa meira

Fyrsti snjórinn

Það var fjör í morgun í frímínútum þegar nemendur fóru út í fyrsta snjó vetrarins á skólalóðinni. Margir nýttu tækifærið og gerðu hina myndarlegustu snjókarla. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru úti í frímínútum í morgun.

Lesa meira