ÍSAT

Líf og fjör á nýju skólalóðinni

Nú styttist í að skólalóðin okkar verði tilbúin en í gær var aparólan og klifrugrindin við hliðina á væntanlegum körfuboltavellinum tekin í notkun við mikinn fögnuð nemenda. Búist er við að gamli kastalinn verði lagaður og málaður og hann, ásamt körfuboltavellinum, verði tekinn í notkun áður en langt um líður. Þessar myndir voru teknar í morgun þegar nemendur á unglingastigi voru að mála nýjar merkingar út á skólalóð og skreytingar. Hér má sjá myndir

Lesa meira

Líf og fjör á nýju skólalóðinni

Nú styttist í að skólalóðin okkar verði tilbúin en í gær var aparólan og klifrugrindin við hliðina á væntanlegum körfuboltavellinum tekin í notkun við mikinn fögnuð nemenda. Búist er við að gamli kastalinn verði lagaður og málaður og hann, ásamt körfuboltavellinum, verði tekinn í notkun áður en langt um líður. Þessar myndir voru teknar í morgun þegar nemendur á unglingastigi voru að mála nýjar merkingar út á skólalóð og skreytingar. Hér má sjá myndir

Lesa meira

Gengið frá Árskógssandi yfir á Hauganes

Síðastliðinn miðvikudag gengu nemendur og starfsfólk skólans frá Árskógssandi yfir á Hauganes. Farið var með rútum frá skólanum út á Árskógssand og þaðan gengið í blíðskaparveðri yfir á Hauganes. Þessi dagur tókst í alla staði frábærlega. Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Gönguferð milli Árskógssands og Hauganess

Á morgun, 30. ágúst, verður farið í gönguferð þar sem nemendur og starfsfólk skólans ganga frá Árskógssandi að Hauganesi. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma í sínar heimastofur, vel nestaðir og skóaðir. Þar verður tekið nafnakall áður en farið er út í rútur sem fara af stað ca. 8:20.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2023-2024

Síðuskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna og hvar er gengið inn. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2023

Síðuskóla var slitið 5. júní síðastliðinn. Nemendur í 1. -9. bekk mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og nemendur 10. bekkjar í Glerárkirkju kl. 15 þar sem þeir voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru 24 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. 
Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur.  
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2023

Skólaslit Síðuskóla verða mánudaginn 5. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólaslitin taki eina klukkustund. Tímasetningar eru sem hér segir:

  • Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
  • Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar kl. 15:00 í Glerárkirkju og kaffi í skólanum á eftir.

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn í skólann frá verðandi 1. bekkingum

Í gær komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn í Síðuskóla í fylgd foreldra/forráðamanna. Á meðan foreldrarnir fengu fræðslu um skólann fóru nemendur í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hópi verðandi nemenda skólans og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla þriðjudaginn 23. maí - FRESTAÐ

UPPFÆRT:

Vegna framkvæmda á skólalóðinni hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta vorhátíð FOKS til haustsins.

 

 

Vorhátíð FOKS sem fyrirhuguð var á morgun er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.

Kveðja, stjórn FOKS.

Lesa meira

Nýtt tölublað skólablaðs Síðuskóla komið út

Krakkarnir í vali á miðstigi voru að gefa út nýtt tölublað af skólablaði.
Við hvetjum ykkur til að lesa þetta stórskemmtilega blað. 
 
Lesa meira