ÍSAT

Göngum í skólann hefst í dag 4. september

Göngum í skólann verkefnið hefst á morgun og er markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla

Síðuskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira

Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar

Sáttmáli um símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar mun taka í gildi í ágúst 2024. Í sáttmálanum felst eftirfarandi:

 

  • Í grunnskólum Akureyrarbæjar skulu nemendur ekki nota síma á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leið milli skóla og íþróttamannvirkja telst til skólalóðar.
    • Þetta á einnig við önnur snjalltæki sem trufla kennslu og einbeitingu (t.d. snjallúr)
  • Á föstudögum er nemendum á unglingastigi heimilt að nota síma í frímínútum á skilgreindum svæðum.
  • Símar og önnur snjalltæki eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
  • Komi nemendur með síma í skólann, þá skulu nemendur í 8. – 10. bekk geyma símana í læstum skápum og yngri nemendur geyma símana í töskum. Símar skulu ekki geymdir í fatnaði nemenda eða á borðum.

 

Undantekningar

 

  • Símafrí nær ekki til skólaferðalags nemenda við lok 10. bekkjar. Hver skóli ber ábyrgð á því hvernig þeim reglum skuli hagað í samráði við áfangastað.
  • Nemendur sem þurfa á síma að halda v. heilsufarslegra ástæðna (t.d. vegna sykursýkismælinga) er leyfilegt að hafa síma á sér, en aðeins til notkunar í þeim tilgangi.

 

Viðbrögð við notkun síma í leyfisleysi

Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að:

A. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til loka skóladags nemanda.

B. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.

Við Ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.

 Í símalausu skólastarfi notar starfsfólk ekki síma sína á svæðum nemenda nema með einstökum undantekningum og þá vegna starfsins.

 

 
 
Lesa meira

Sumarkveðja

Nú er skólaárið liðið og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju þriðjudaginn 6. ágúst og skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst.

Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.

Lesa meira

Afhending gjafar til barnadeildar SAK

Krakkarnir i 5. bekk skólans færðu barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri nýverið gjöf eftir að hafa safnað 350 þús. á barnamenningarhátíðinni í apríl sl. Krakkarnir gáfu leikjatölvu, leiki og peninga til kaupa á vigt fyrir nýbura. Hér má lesa skemmtilega umfjöllun af akureyri.net frá afhendingunni. Virkilega vel gert hjá 5. bekk.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2024

Skólaárið er senn á enda en síðasti kennsludagur var í dag.

Skólaslit verða á morgun, þriðjudaginn 4. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.

Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar verður kl. 15:00 í Glerárkirkju, kaffiveitingar í skólanum á eftir fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk.

 

Lesa meira

Stór stund þegar verðandi 1. bekkur kom í heimsókn

Það var stór stund hjá okkur í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í fylgd foreldra/forráðamanna, en 34 nemendur munu hefja skólagöngu í Síðuskóla í haust. Krakkarnir fóru í stofur með verðandi umsjónarkennurum og þroskaþjálfa, þeim Grétu, Siggu og Systu. Á meðan fengu foreldrarnir fræðslu um skólann. Það var virkilega gaman að fá hópinn til okkar og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

 

Lesa meira

Umhverfisdagar Síðuskóla vorið 2024

Eins og vanalega brjótum við starfið upp síðustu dagana, förum út og lærum um nærumhverfið okkar. Hér að neðan má sjá skipulag þessa daga.

Lesa meira

Söngsalur og góðgerðarhlaup UNICEF fór fram í Síðuskóla í dag.

Það var mikið um að vera hjá okkur í skólanum í morgun. Fyrst komu allir nemendur saman á söngsal þar sem sungin voru nokkur lög. Í vetur hefur Heimir Ingimars verið með tónmennt hjá 1.-4. bekk þar sem áhersla er lögð á söng, sjáum við góðan árangur af þessari kennslu þegar komið er saman á söngsal. Að loknum söngsal fóru allir nemendur út og tóku þátt í góðgerðarhlaupi UNICEF. Stofnuð hefur verið söfnunarsíða þar sem gengið er frá greiðslu áheita.
Hér er slóðin á hana: https://sofnun.unicef.is/social/share?object=8ee4f093-46c3-48e1-a203-

Hér má skoða myndir frá því í morgun.

 

Lesa meira