ÍSAT

Alþjóðadagur tungumálsins

Síðastliðinn föstudag, 21.2., á Alþjóðadegi móðurmálsins fór hópur fjöltyngdra barna með ÍSAT kennurum skólans á Amtsbókasafnið. Þar hefur ýmislegt spennandi verið gert alla vikuna af því tilefni. 

Krakkarnir merktu upprunalandið sitt á heimskort, skrifuðu “bros” á sínu móðurmáli og fengu að skoða bókakost safnsins svo eitthvað sé nefnt. Sumir vildu spila og aðrir sýndu barna- og unglingabókum á erlendum tungumálum mikinn áhuga. 

Heimsóknin var mjög skemmtileg og þökkum við fyrir góðar móttökur á Amtsbókasafninu.

Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.

Lesa meira

Opið hús fyrir foreldra/forráðamenn verðandi 1. bekkinga.

Skólinn okkar býður foreldrum og forráðamönnum væntanlegra fyrstu bekkinga að koma í heimsókn miðvikudaginn 26. febrúar milli klukkan 9 og 10. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér skólann og fá innsýn í starfið sem fram fer innan veggja hans.

Gestum verður sýnt skólahúsnæðið og um leið sagt frá starfinu í skólanum. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn verðandi fyrstu bekkinga til að nýta þetta tækifæri og koma í heimsókn. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hugi.is - Skóli - Myndir - Síðuskóli á Akureyri

Lesa meira

Lestrarormur Síðuskóla

Við í Síðuskóla erum öll að taka þátt í lestrarátaki þessa dagana, nemendur og starfsfólk. Við erum að keppast við að lengja lestrarorminn okkar og markmiðið er að ná yfir 200 metra og láta hann hlykkjast um sem flesta ganga skólans. Við byrjuðum í síðustu viku og erum strax komin með 54 metra og 675 miða. Við ætlum að vera í þessu út mars þannig það verður spennandi að sjá hve langan orm okkur tekst að búa til í sameiningu og hvort við náum jafnvel að hringa hann :) Hver árgangur er með sinn lit þannig að hann verður litríkur fyrir alla árganga skólans og starfsfólkið er með sinn eigin.

Sjá flotta orminn okkar hér

Lesa meira

Skólahreysti í Síðuskóla – Undirbúningur í fullum gangi!

Undirbúningur fyrir Skólahreysti er hafinn í Síðuskóla og nemendur fá nú tækifæri til að æfa sig í ýmsum greinum keppninnar. Æfingar fara fram í frímínútum á föstudögum, þar sem nemendur geta mætt og æft styrk, þol og þrautseigju undir leiðsögn kennara.

Auk þess er stöðvavinna í íþróttum hjá 8.–10. bekk sérstaklega sniðin að undirbúningi fyrir keppnina, svo allir fái tækifæri til að spreyta sig í keppnisgreinum. 

Skólahreystikeppnin sjálf fer fram þann 30. apríl næstkomandi. 

Hér má sjá fleiri myndir. 

Lesa meira

Ágúst - keppandi í Söngvakeppninni 2025

Síðuskóli fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar Ágúst, sem komst áfram í Söngvakeppninni um síðustu helgi, hélt smá söngsal með nemendum og starfsfólki skólans. Óhætt er að segja að heimsóknin vakti mikla lukku og greinilegt að Ágúst á marga aðdáendur í Síðuskóla. Ágúst tók nokkur lög, þar á meðal skólasöng Síðuskóla, nokkur gömul og sígild og svo auðvitað besta lagið" Eins og þú" sem nemendur tóku vel undir svo undir tók. Eftir söngsalinn var örtröð í eiginhandaáritun og myndatökur með kappanum. Gaman að segja frá því að einn höfunda lagsins er fyrrum nemandi Síðuskóla, hann Hákon Guðni Hjartarson. Við þökkum fyrir heimsóknina og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni.
Sjá myndir hér.

Lesa meira

Kynning á skiptinámi erlendis eftir grunnskóla

Unglingastig Síðuskóla fékk heimsókn og kynningu frá AFS á dögunum. AFS eru alþjóðleg samtök um skiptinám og býður uppá skiptinám í yfir 40 löndum. Afla má nánari upplýsinga á heimasíðu samtakanna afs.is en þar kemur fram að þar gefist ungu fólki tækifæri til að kynnast fjarlægri mennningu og að gerast skiptinemi sé ógleymanleg og þroskandi lífsreynsla.

Lesa meira

Ringó hjá EBAK í Síðuskóla

Gleði og góður andi ríkir í íþróttasal Síðuskóla á miðvikudögum þegar hópur eldri borgara hittist á Ringó æfingum undir formerkjum Virkra efri ára. Meðal þátttakenda er Ólafur B. Thoroddsen fyrrum skólastjóri Síðuskóla, sem tekur að sjálfsögðu virkan þátt í leiknum.

Eftir góða æfingu sameinast Ringó-hópurinn nemendum skólans í matsalnum þar sem þau njóta hádegisverðar með nemendum skólans. Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunni í íþróttasalnum í morgun.

Lesa meira

Eflum læsi og verum ástfangin af lífinu :)

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti Síðuskóla í morgun. Hann flutti erindi fyrir nemendur miðstig sem lið í því að efla læsi á landsbyggðinni. Hann sagði nemendum frá tilurð bóka sinna og hvernig nemendur geta sjálfir skapað sögur út frá eigin reynslu. Hann hvatti þau til að læra tvö ný orð á hverjum degi, því aukinn orðaforði er lykillinn að öflugra læsi. Sjá myndir hér. 

Svo hitti hann nemendur 10. bekkjar með erindið "Verum ástfanginn af lífinu". Hvatning og ráð til að verða sinnar eigin gæfu smiður. Hann fjallaði um samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar, töfra markmiðasetningar, hvernig á að rækta hæfileika sína, baráttuna við kvíða og hvernig maður getur orðið betri manneskja. 

 

 

Lesa meira

Gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði opnir á morgun

Á morgun, 6. febrúar er gert ráð fyrir skólahaldi. Við bendum á frétt inn á akureyri.is, sjá hér þar sem frekari upplýsingar er að fá.

Lesa meira

Flokkunarkeppni Síðuskóla

Í gær var haldin hin árlega flokkunarkeppni. Þá keppa bekkirnir milli sín um að flokka sem réttast og á tíma. Gaman að sjá hvað krakkarnir okkar hafa gaman af því að taka þátt í þessari keppni og þetta er að sjálfsögðu lærdómur í leiðinni. Að þessu sinni sigraði 9. bekkur en 1. og 7. bekkur unnu á sínu stigi. Árgangurinn fær köku í lok skóladagsins. Sjá myndir frá keppninni hér.

Lesa meira