Kynning á skiptinámi erlendis eftir grunnskóla

Unglingastig Síðuskóla fékk heimsókn og kynningu frá AFS á dögunum. AFS eru alþjóðleg samtök um skiptinám og býður uppá skiptinám í yfir 40 löndum. Afla má nánari upplýsinga á heimasíðu samtakanna afs.is en þar kemur fram að þar gefist ungu fólki tækifæri til að kynnast fjarlægri mennningu og að gerast skiptinemi sé ógleymanleg og þroskandi lífsreynsla.