Ringó hjá EBAK í Síðuskóla

Gleði og góður andi ríkir í íþróttasal Síðuskóla á miðvikudögum þegar hópur eldri borgara hittist á Ringó æfingum undir formerkjum Virkra efri ára. Meðal þátttakenda er Ólafur B. Thoroddsen fyrrum skólastjóri Síðuskóla, sem tekur að sjálfsögðu virkan þátt í leiknum.

Eftir góða æfingu sameinast Ringó-hópurinn nemendum skólans í matsalnum þar sem þau njóta hádegisverðar með nemendum skólans. Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunni í íþróttasalnum í morgun.