Skólastarf frá 6. apríl til og með 15. apríl

Samkvæmt nýrri reglugerð sem gefin var út miðvikudaginn 31. mars þá hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá þann 6. apríl. Þessi reglugerð gildir til og með 15. apríl. Við erum búin að skipuleggja skólastarfið en þær breytingar snúa helst að innra starfi þannig að það hefur ekki áhrif á skóladag nemenda nema að litlu leyti. Við erum nú orðin öllu vön í þessu ferli og erum fljót að aðlaga okkur breytingum.
Skólastarf hjá nemendum helst óbreytt en samval hjá unglingadeildinni fellur niður meðan þessi reglugerð er í gildi. Allir nemendur sem eru skráðir í mat fá að borða. Við erum búin að hólfaskipta matsalnum.
Við minnum svo á almennar sóttvarnir og halda börnum heima ef þau eru veik eða með einkenni um veikindi.
Lokað er fyrir heimsóknir í skólann annarra en starfsmanna. Hér fyrir neðan er hægt að skoða reglugerðina og skjal um covid viðvörunarkerfi fyrir skóla-og frístundarstarf.
Með kveðju og von um ljúfa frídaga sem eftir eru af páskaleyfinu!
 

Viðvörunarkerfi fyrir skóla- og frístundastarf

Reglugerð um skólastarf frá 1. apríl til og með 15. apríl