Í vikunni kom góður gestur í 8.-10. bekk. Hún heitir Margrét Embla og var skiptinemí í Brasilíu. Hún sagði frá dvöl sinni þar, til stóð að hún yrði í ár en endaði á að koma fyrr heim vegna Covid. Jakkinn sem hún er í á myndunum er jakki sem allir skiptinemar hjá Rotarý fá. Þau hitta marga aðra skiptinema þarna úti og þeir gefa hver öðrum eitthvað til að hengja á jakkana. Margrét Embla er núna í 2. bekk í MA og sér ekki eftir þessari ferð. Hún er í góðu sambandi við fjölskyldurnar sem hún dvaldi hjá og vinina sem hún eignaðist frá mörgum löndum sem voru skiptinemar eins og hún.
Þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem unglingarnir okkar komu saman á sal en núna mega 100 koma saman.