Fréttir

Jólaföndur og söngsalur

Í dag byrjuðum við daginn á söngsal þar sem allir nemendur skólans komu saman og sungu jólalög. Að þessu sinni var það nemendaráðið sem valdi lögin og Systa okkar spilaði undir á gítar.  Að söngsal loknum hófst föndurstund á öllum stigum skólans. Yngsta stig sameinaðist í föndri, miðstig og unglingastig. Nemendur höfðu val um að búa til alls konar fallega muni og jólakort og önnur afþreying eins og skák og spil voru í boði fyrir þá sem ekki líkaði föndrið. Allir á mið- og unglingastigi fengu kakó og smákökur í boði skólans í frímínútum. Þetta var skemmtilegt stund og allir, bæði starfsfólk og nemendur lögðust á eitt við að láta daginn heppnast vel. Hér má sjá myndir frá föndrinu og söngsalnum.
Lesa meira

Hefðbundinn skóladagur verður í dag

Í dag verður hefðbundinn skóladagur þar sem veður hefur gengið niður.
Lesa meira

Slæmt veður gengur yfir landið

Þar sem spáð er mjög slæmu veðri í nótt og frameftir morgni biðjum við ykkur að fylgjast vel með tilkynningum á RÚV og Bylgjunni kl. sjö í fyrramálið um hvort einhverjar breytingar verða á skólahaldi. Einnig munu koma fram upplýsingar hér á heimasíðunni og í tölvupósti.
Lesa meira

Lestarkeppni miðstigs

Á samverustund miðstigs í morgun var tilkynnt um sigurvegara í lestrarkeppni nemenda á miðstigi. Að þessu sinni var það 6. bekkur sem sigraði en nemendur þar hafa lesið  í 8550 mínútur síðan keppnin hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn. Markmiðið var að byggja háan turn úr lestrarstrimlum en þegar nemendur höfðu lesið í samtals 30 mínútur fengu þeir afhendan strimil til að bæta í turinn. Þar sem allir á miðstiginu stóðu sig vel og lásu fjöldamargar bækur var ákveðið að allir fengju að njóta verðlaunanna sem verður bíómynd á sal skólans næsta mánudag. Sigurvegararnir í 6. bekk fá að velja myndina. 
Lesa meira

Hljóðfærakynning í 3. bekk

Í morgun fengum við góða heimsókn í skólann þegar þeir Jakub og Gert-Ott, kennarar frá Tónlistarskólanum á Akureyri, komu til okkar. Þeir voru að kynna tréblásturshljóðfæri og fengu nemendur fræðslu um hljóðfærin og fengu einnig prófa að blása í klarinett og saxofón. Þeir félagar koma svo aftur í næstu viku og heimsækja þá 4. bekk. Hérna má sjá fleiri myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.
Lesa meira

Grenndargralið í Síðuskóla

Leitinni að Grenndargralinu er lokið þetta skólaárið en það var nemandi í 10. bekk, Kristján Rúnar Kristjánsson sem fann Grenndargralið í ár. Að launum fær hann verðlaunapening og veglegan farandbikar sem geymdur verður í skólanum næsta árið eða þar til keppninni lýkur að ári. Þeir sem þátt tóku í leitinni og skiluðu svörum við öllum þrautunum fengu einnig afhent viðurkenningarskjal fyrir framúrskarandi þátttöku. 
Lesa meira

Spurningakeppni 1. des í unglingadeild

Í dag var haldin spurningakeppni á sal þar sem nemendur unglingastigs kepptu milli árganga. Keppnin var tvær umferðir og var dregið um hverjir myndu byrja. Fyrst voru það 9. og 10. bekkur  sem kepptu og þar vann 10. bekkur eftir spennandi lokasprett. Þá kepptu 8. bekkingar við sigurvegara fyrri umferðar en 10. bekkingar unnu nokkuð örugglega og hlutu að launum bikar, dagatal og bíómiða frá Borgarbíó. Myndir
Lesa meira

Ævar vísindamaður

Í dag kom rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson í heimsókn og las upp úr bók sinni Þín eigin goðasaga. Mikill fjöldi nemenda hlýddi á eða 3. - 8. bekkur og áhuginn skein úr hverju andliti. Svona uppbrot er alltaf skemmtilegt og hvetur vonandi nemendur til dáða þegar kemur að lestri. Myndir frá upplestrinum.
Lesa meira

Heimsókn slökkviliðs og rýmingaræfing

Í vikunni stóð öryggisráð skólans fyrir rýmingaráætlun þar sem farið var út um neyðarútgang á C og D gangi. Nemendur vissu að þetta stæði til og fengu að vera inni á skóm og í yfirhöfnum. Þegar svo bjallan hringdi fóru allir út um gluggann og söfnuðust saman í röðum á fyrirfram ákveðnu svæði. Kennarar og starfsmenn aðstoðuðu og gripu með sér rauð/græn spjöld sem eiga að vera í öllum stofum. Þegar búið er að staðfesta að allir séu komnir út snúa þeir grænu hliðinni fram. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. í dag fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá slökkviliðinu. Þar fengu þeir fræðslu. Hér má sjá myndir frá 3. bekk.
Lesa meira

SMT vináttudagur

Í dag héldum við SMT dag og viðfangsefnið að þessu sinni var vinátta og að sjálfsögðu fléttast þar ábyrgð og virðing saman við svo einkunnarorð skólans eru í fyrirrúmi, ÁBYRGÐ - VIRÐING - VINÁTTA. Vinabekkir hittust og spiluðu saman í tæpa klukkustund og eldri nemendur leiðbeindu þeim yngri. Þeir bekkir sem unnu saman í dag voru 1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur, 3. og 10. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 10. bekkur. Eins og meðfylgjandi myndir sýna gekk dagurinn vel og nemendur nutu þessarar tilbreytingar og samveru.
Lesa meira