Fréttir

Söngkeppni Síðuskóla 2016

Í morgun, þann 22. apríl var haldin söngkeppni í Síðuskóla. Það var nemendaráð skólans sem stóð fyrir þessari keppni sem tókst einstaklega vel og er vonandi komin til að vera. Áheyrendur stóðu sig einnig með stakri prýði. Nemendum í 5. - 10. bekk var frjálst að taka þátt en þarna voru flutt 10 lög. Það var Arnviður Bragi Pálmason í 5. bekk sem sigraði, önnur var Ína Soffía Hólmgrímsdóttir í 7. bekk og í þriðja sæti voru þrjár "kryddaðar" stúlkur ír 10. bekk, þær Jóna Guðný Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir og Rakel Anna Boulter. Hér má sjá myndir. 
Lesa meira

2. sæti í Skólahreysti

Miðvikudaginn 20. apríl var lokakeppnin í Skólahreysti þar sem sigurvegarar úr keppnum heima í héraði komu saman. Rúta með rúmlega 70 farþega lagði upp frá skólanum að loknum hádegisverði og voru þar á ferð keppendur, íþróttakennarar og stuðningslið. Ferðin gekk vel og allir stóðu sig með sóma jafn keppendur sem stuðningsmenn. Að lokinni keppni var svo ekið aftur heim svo dagurinn var langur hjá ferðalöngum en afar ánægjulegur. Í morgun var skólahreystiliðið kallað á svið svo nemendur skólans gætu gefið þeim gott klapp fyrir frammistöðuna. Sjá hér. Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk.

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk var haldin í morgun. Hún hófst þó formlega 16. nóvember sl., á degi íslenskrar tungu, og stendur ár hvert fram í apríl. Hátíðin er í formi samveru með foreldrum og kennurum og allir nemendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Hver og einn skóli útfærir sína hátíð. Hjá okkur í Síðuskóla hófst hún á ávarpi skólastjóra, síðan var flutt fjölbreytt dagskrá þar sem nemendur m.a. lásu upp ljóð, sungu og spiluðu á hljóðfæri. Skólastjóri afhenti nemendum svo viðurkenningarskjöl að lokinni dagskrá, og í lokin var nemendum og foreldrum boðið upp á kaffi. Teknar voru myndir við þetta tækifæri og þær má sjá hér.
Lesa meira

Bingó

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. apríl,  klukkan 19:30 heldur 10. bekkur bingó  en það er liður í fjáröflun bekkjarins fyrir skólaferðalagið í vor. Húsið opnar klukkan 19:00. Bingóspjaldið kostar 500 krónur og svo 300 krónur eftir hlé. Veglegir vinningar í boði.
Lesa meira

Dönskuval

Dagana 9. -15. apríl dvelja 29 nemendur úr Gilja-, Glerár og Síðuskóla í Aarhus í Danmörku. Þetta eru nemendur sem hafa verið í dönskuvali í vetur. Með í för eru þrír dönskukennarar, þær Kristín List Malmberg  úr Síðuskóla, Sigríður Hreinsdóttir úr Glerárskóla og Steinunn Kristín Bjarnadóttir úr Giljaskóla.  Verkefnið er fjármagnað af Nordplus-Junior.
Lesa meira

Lestrarkeppni 4. og 5. bekkjar

Í morgun voru afhent verðlaun fyrir hina árlegu lestrarkeppni 4. og 5. bekkjar. Markmiðið með keppninni var að auka leshraða og lesskilning nemenda og að sem flestir nemendur læsu sér til ánægju, þ.e. að þeir lærðu að meta ,,yndislestur“. Tveir nemendur í hverjum bekk fengu bókaverðlaun, þ.e. sá sem las flestar blaðsíður og sá sem sýndi mestar framfarir. Einnig var keppni um það hvor árgangurinn læsi fleiri blaðsíður, en þau verðlaun fóru til 4. bekkjar en alls lásu nemendur rúmar 10 þúsund bls. Nemendur lásu á hverjum degi í skólanum og einnig var lesið af kappi heima. Meðfylgjandi mynd er af 4. bekk, ásamt kennurum sínum, sem vann keppnina um flestar lesnar blaðsíður, en allir stóðu sig vel og sumir sýnda miklar framfarir á þeim tíma sem keppnin tók. 
Lesa meira

Myndir frá útivistardegi í Hlíðarfjalli

Þann 17. mars áttum við afar ánægjulegan dag í Hliðarfjalli. Meðfylgjandi eru myndir sem Sigurður Arnarson kennari tók. Hér má myndir.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur einhverfu

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er laugardaginn 2. apríl og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL - Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í bláu föstudaginn 1. apríl. Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum. Því lífið er blátt á mismunandi hátt! 
Lesa meira

Skólapúlsinn foreldrakönnun

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins eru komnar á heimasíðu, sjá hér
Lesa meira

Páskalestrarbingó FOKS

FOKS ætla að efna til leiks i kjölfar lestarbingós Heimilis og skóla.  Ætlunin er að hvetja alla til að lesa mikið um páskana og taka þátt i leiknum.  Leikurinn er eftirfarandi: Fylla á út blaðið og merkja við þegar lesið er.  Skila þarf inn öllum blöðum til Svövu ritara eftir páskana   Nemendur mega lesa eins mikið og þeir vilja og skila inn eins mörgum blöðum og þeir vilja.    Bingóspjald 1  Bingóspjald 2  Bingóspjald 3  
Lesa meira