Fréttir

Umhverfisdagar

Síðustu skóladagarnir eru alltaf svolítið öðruvísi. Þá fara nemendur út og vinna ýmis verkefni eða skoða og kynnast einhverju spennandi í umhverfinu. 5. bekkur er búinn hafa í nógu að snúast og hér má sjá hvað þau hafa verið að gera og nokkrar myndir frá þeirra ferðum og ævintýrum.   Fullt af skemmtilegum myndum má sjá hér.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit í Síðuskóla vorið 2015 verða föstudaginn 5. júní. 1. - 4. bekkur mætir klukkan 9.00 á sal Síðuskóla. 5. - 9. bekkur mætir klukkan 10.00 á sal Síðuskóla. 10. bekkur klukkan 15.00 í Glerárkirkju. Að útskriftarathöfn lokinni er kaffi og meðlæti í Síðuskóla í boði 10. bekkjar.  
Lesa meira

Vorverkin í 1. bekk

Þrátt fyrir dumbungsveður í morgun drifu krakkarnir í 1. bekk sig út og settu niður kartöflur í einn innigarðinn. Þau klæddu sig vel, munduðu skóflur og hrífur og potuðu svo útsæðinu niður. Nú er bara að bíða eftir uppskerunni með haustinu. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Síðasta fréttabréf skólaársins

Í þessu fréttabréfi má sjá skipulag á umhverfisdögum, fyrirkomulag skólaslita og fréttir úr skólalífinu þessa síðustu daga. Hér má sjá fréttabréfið. 
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar

Þann 26. maí veitti skólanefnd Akureyrar viðurkenningar nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla, sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Fræðslustjóri, Soffía Vagnsdóttir, bauð gesti velkomna og formaður skólanefndar, Bjarki Ármann Oddsson, afhenti viðurkenningar. Sóley Brattberg Gunnarsdóttir, nemandi í Síðuskóla hlaut viðurkenningu. Einnig hlaut Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla  viðurkenningu fyrir jákvæðan og öflugan stuðning við skólastarfið. Til hamingju öll. Hér má sjá nánari fréttir af viðurkenningunum.
Lesa meira

Skipulagsdagur þriðjudaginn 26. maí

Þriðjudaginn 26. maí verður skipulagsdagur í Síðuskóla. Kennarar og annað starfsfólk mun vinna að undirbúningi síðustu daga skólaársins. Nemendur mæta miðvikudaginn 27. maí samkvæmt stundaskrá. 
Lesa meira

Frá Svíþjóðarförum

Svíþjóðarferð Föstudaginn 15. maí lagði forritunarhópurinn af stað klukkan þrjú frá Síðuskóla. Ferðinni var heitið til Svíþjóðar að heimsækja vini okkar í Södertörns Friskola. Við ókum sem leið lá í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar komið var í flugstöðina þurftum við að bíða þó nokkurn tíma en flugum frá Íslandi klukkan 1:15 um nóttina og lentum klukkan 6 á Arlanda (tímamismunur 2 tímar). Við ferðuðumst með lestum til gestgjafa okkar og svo heim með þeim. Þegar þarna var komið við sögu var kominn laugardagsmorgunn í Svíþjóð en margir hjá okkur ósofnir. Við lögðum okkur til hádegis en þá fórum við ýmist í skemmtigarð eða í búðir. Á sunnudeginum fengum við kynningu á skólanum og umhverfi hans en höfðum síðan frí. Við heimsóttum skólann á mánudegi og hittum þá krakkana og kennarana.  Við unnum þar saman í verkefnum, mest að leikjunum og fréttaskráningu en fórum líka í tíma sem var fint.    Dagarnir hafa liðið hratt og mikið að gerast. Við erum stanslaust að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast nýjum krökkum og hefðum og venjum. Okkur líður vel hér og vildum gjarnan taka ýmislegt upp sem er við lýði hér í skólanum í Huddinge í Sverge. En þegar öllu er á botninn hvolft er fínt að vera í Síðuskóla. Bestu kveðjur frá Sverge,Fréttamannateymið
Lesa meira

Sýning í 1. bekk

Síðustu vikur hafa nemendur í 1. bekk fræðst um húsdýrin. Í morgun buðu þeir foreldrum í heimsókn og sýndu þeim afrakstur vinnunnar. Krakkarnir sögðu dótasögu, sungu og sýndu ýmis flott verkefni sem þeir hafa unnið.    Hér má sjá myndir
Lesa meira

Svíþjóðarfarar

Í dag héldu 15 nemendur  af unglingastigi ásamt þremur kennurum til Svíþjóðar, n.t.t. til  Södertörns Friskola sem er staðsettur rétt fyrir utan Stokkhólm. Verið er  að endurgjalda heimsókn sænskra nemenda  til okkar í nóvember sl. Fréttir af ferðinni munu birtast á heimasíðunni næstu daga.  Hér má sjá myndir af flestum ferðalöngunum. 
Lesa meira

Matarsóun og söngsalur

Síðstliðinn föstudag var  tilkynnt um úrslit í keppninni um að minnka matarsóun. Þeir sem sóuðu minnstum mat í skólanum voru nemendur í 1. bekk. Í öðru sæti var 10. bekkur og í 3. sæti var 2. bekkur. 1. bekkur fékk í verðlaun popp, svala og að horfa á bíómynd.  Eftir þetta var söngsalur í boði nemendaráðs þar sem allir sungu saman ýmis þekkt íslensk lög.  Myndir má sjá hér. 
Lesa meira