Lestrarkeppni 4. og 5. bekkjar

Prufa
Prufa
Í morgun voru afhent verðlaun fyrir hina árlegu lestrarkeppni 4. og 5. bekkjar. Markmiðið með keppninni var að auka leshraða og lesskilning nemenda og að sem flestir nemendur læsu sér til ánægju, þ.e. að þeir lærðu að meta ,,yndislestur“. Tveir nemendur í hverjum bekk fengu bókaverðlaun, þ.e. sá sem las flestar blaðsíður og sá sem sýndi mestar framfarir. Einnig var keppni um það hvor árgangurinn læsi fleiri blaðsíður, en þau verðlaun fóru til 4. bekkjar en alls lásu nemendur rúmar 10 þúsund bls. Nemendur lásu á hverjum degi í skólanum og einnig var lesið af kappi heima. Meðfylgjandi mynd er af 4. bekk, ásamt kennurum sínum, sem vann keppnina um flestar lesnar blaðsíður, en allir stóðu sig vel og sumir sýnda miklar framfarir á þeim tíma sem keppnin tók. 
Í morgun voru afhent verðlaun fyrir hina árlegu lestrarkeppni 4. og 5. bekkjar. Markmiðið með keppninni var að auka leshraða og lesskilning nemenda og að sem flestir nemendur læsu sér til ánægju, þ.e. að þeir lærðu að meta ,,yndislestur“.

Tveir nemendur í hverjum bekk fengu bókaverðlaun, þ.e. sá sem las flestar blaðsíður og sá sem sýndi mestar framfarir. Einnig var keppni um það hvor árgangurinn læsi fleiri blaðsíður, en þau verðlaun fóru til 4. bekkjar en alls lásu nemendur rúmar 10 þúsund bls. Nemendur lásu á hverjum degi í skólanum og einnig var lesið af kappi heima. Meðfylgjandi mynd er af 4. bekk, ásamt kennurum sínum, sem vann keppnina um flestar lesnar blaðsíður, en allir stóðu sig vel og sumir sýnda miklar framfarir á þeim tíma sem keppnin tók.