19.11.2015
Þriðjudaginn 17. nóvember flugu 16 nemendur Síðuskóla til Svíþjóðar. Þetta eru Freyr, Soffía, Eygló og Elísabet úr 9. bekk og Rakel, Hulda Björg, Viktor, Ómar, Hörður, Alma, Sævar, Björn, Bjarki, Linda og Brynja sem eru nemendur úr 10. bekk. Farastjórar eru Bibbi og Björk umsjónarkennarar úr 9. bekk og Sigga Bjarna umsjónarkennari í 7. bekk. Þessi ferð er styrkt af Comernius og er hluti af verkefni sem tengist forritun en það er ein valgreinanna sem boðið er upp á í skólanum. Ferðin út gekk vel og nemendur mættu í sænska skólann í gær eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í vor munum við taka á móti sænskum nemendum sem dvelja munu viku á Íslandi og sækja nám í Síðuskóla. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni og fleiri myndir hér.
Lesa meira
18.11.2015
Þann 16. nóvember höldum við hátíðlegan dag íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Ýmislegt er gert í tilefni þessa dags. Stóra upplestrarkeppnin er sett í 7. bekk og nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Litla upplestarkeppnin í 4. bekk er einnig sett þennan dag og vinna þeir nemendur einnig markvisst að þjálfun í lestri. Nemendur fóru í heimsókn á leikskóla og lásu fyrir börnin. Myndir frá af 4. og 7. bekk á sal þegar stóra upplestrarkeppnin og litla upplestrarkeppnin voru settar.
Á unglingastigi hefur sú hefð haldist í mörg ár að hver árgangur hittist í einum grunnskólanna. Þar er breytilegt milli ára hver áherslan er. Stundum eru fluttar ræður en stundum sýna nemendur leikþætti eða lesa upp og þá er ákveðið viðfangsefni hverju sinni. Í ár voru það íslensku þjóðsögurnar sem nemendur túlkuðu. Hér má sjá myndir af nemendum 9. bekkjar en þeir hittust hér í Síðuskóla.
Lesa meira
13.11.2015
Í dag var þemadagur í skólanum þar sem þema dagsins var læsi. Nemendum var blandað í hópa þvert á árganga þar sem nemendur úr hverjum árgangi voru í öllum hópum. Viðfangsefnin voru fjölbreytt og skemmtileg, t.d. gerð bókamerkja, tilvitnanir úr bókum voru skrifaðar upp og límdar á gólfin, unnið með veður læsi og spurningakeppni sem reyndi á merkjalestur svo dæmi séu nefnd. Nemendur voru til fyrirmyndar og þeir eldri fundu til sín þegar þeir gátu aðstoðað þá yngri. Hér má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira
10.11.2015
Í morgun var söngsalur. Allir nemendur komu saman á sal og sungu lög sem 2. og 7. bekkur völdu. Systa spilaði undir nokkur lögin á gítar en með aðstoð tæknimannanna Snævars og Kristjáns var undirspil annarra laga af youtube. Í lok söngsals afhenti Ólöf Inga skólastjóri Huldu Margréti Sveinsdóttur, formanni nemendaráðs nýjan SMT fána þar sem sá gamli var orðinn veðraður og lúinn. Nemendur í nemendaráði fóru síðan út og tóku gamla fánann niður og flögguðu þeim nýja. Hér eru myndir frá söngsalnum og nemendaráði.
Lesa meira
02.11.2015
Nú er komið nýtt fréttabréf fyrir nóvember mánuð. Það má finna hér. Í þessu fréttabréfi er m.a. fjallað um læsi, verkefnið jól í skókassa og birtar myndir frá bleikum degi í október. Þá er matseðill mánaðarins á sínum stað.
Lesa meira
28.10.2015
Í dag komu krakkar af leikskólanum Sunnubóli í heimsókn í 1. bekk.
Hér má sjá myndir
Lesa meira
28.10.2015
Hér í Síðuskóla hefur skapast sú hefð að nemendur í 7. bekk taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Nemendur unnu saman í hópum, byrjað var á því að pakka skókassa inn í jólapappír. Í kassann voru settar gjafir fyrir krakka á ákveðnum aldri og fyrir annað hvort stelpur eða stráka. Hóparnir komu með dót að heiman og keyptu það sem upp á vantaði. Pakkarnir verða síðan sendir til Úkraínu til barna sem búa við slæm skilyrði.
Hér má sjá myndir af nemendum við að pakka og flokka gjafir.
Lesa meira
13.11.2015
Föstudaginn 13. nóvember er þemadagur þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Nemendur vinna verkefni óháð stundaskrá og mismunandi árgangar vinna að einhverju leyti saman.
Lesa meira
19.10.2015
Þriðjudaginn 20. október og miðvikudaginn 21. október eru viðtalsdagar í skólanum. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Skipulagsdagar eru fimmtudaginn 22. október og föstudaginn 23. október og er frístund lokuð þá daga. Mánudaginn 26. október er haustfrí og er frístund opin. Á meðan viðtalsdögum stendur verður sýning á munum nemenda úr list- og verkgreinum á göngum skólans. Hér má sjá sýnishorn.
Skóli hefst aftur þriðjudaginn 27. október samkvæmt stundaskrá. Hafið það gott í fríinu sem framundan er!
Lesa meira
16.10.2015
Hér má sjá myndir frá bleikum degi. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.
Lesa meira