Fréttir

Fréttabréf septembermánaðar

Út er komið Fréttabréf september og ætti að hafa borist foreldrum með tölvupósti. Eldri Fréttabréf má nálgast hér.
Lesa meira

Fyrstu dagarnir

Nú er skólastarfið að komast í sínar hefðbundun skorður. Nokkur atriði sem hafa má í huga: Valgreinar unglinga jafnt innan skóla sem utan eru byrjaðar.  Íþróttir verða úti fyrstu vikurnar meðan vel viðrar.  Við látum vita þegar það breytist. Kennarar nota þessa fyrstu daga oft til vettvangsferða um nágrennið eða í lengri ferðir. Foreldrar fá þá að vita um það sérstaklega. Norræna skólahlaupið verður þriðjudaginn 8. september. 9. September hefst átakið "Göngum í skólann" þar sem allir eru hvattir til að koma gangandi eða á reiðhjóli í skólann. Dagur læsis er þriðjudaginn 8. september. Að því verður sérstaklega hugað á öllum stigum.
Lesa meira

Skólasetning 2015

Skólasetning haustið 2015 verður föstudaginn 21. ágúst. Mæting á sal skólans:  2. - 5. bekkur klukkan 9:00  6. - 10. bekkur klukkan 10:00 Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir sérstaklega í viðtal dagana 21. og 24. ágúst. Skóli hjá þeim hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar eru beðnir um að mæta í skólann föstudaginn 14. ágúst milli klukkan 10:00 og 15:00 og undirrita dvalarsamning. Hægt er að prenta hann út og fylla út heima og skila inn þennan dag eða annan dag eftir samkomulagi. 
Lesa meira

Námsgagnalistar

Námsgagnalista fyrir skólaárið 2015-2016 má finna hér.
Lesa meira

Skólalok

Hér má sjá myndir frá skólaslitunum.
Lesa meira

Grill í innigarðinum

Í dag var síðasti skóladagur nemenda í Síðuskóla þetta skólaárið. Nemendur fóru út um allan bæ og  unnu ýmis verkefni. Þegar krakkarnir fóru að tínast aftur í hús upp úr hálf tólf biðu þeirra grillaðar pylsur og safi sem þau gerðu góð skil.  Smelltu hér til að skoða myndir.                      
Lesa meira

Ljósmyndamaraþon

Í dag 4.júní var ljósmyndamaraþon í 8.bekk þar sem ýmis hugtök voru fönguð með ljósmyndatækni nútímans, þ.e.a.s. símum nemenda. Myndirnar voru misgóðar eins og gengur en hér eru sýnishorn af því hvernig þau unnu út frá hugtökunum. Dagurinn heppnaðist vel og margar mjög skemmtilegar myndir bárust.  Úrslit verða kunngjörð á morgun á skólaslitum og myndasyrpa sigurvegaranna verður þá jafnframt birt á heimasíðunni.
Lesa meira

Umhverfisdagar

Síðustu skóladagarnir eru alltaf svolítið öðruvísi. Þá fara nemendur út og vinna ýmis verkefni eða skoða og kynnast einhverju spennandi í umhverfinu. 5. bekkur er búinn hafa í nógu að snúast og hér má sjá hvað þau hafa verið að gera og nokkrar myndir frá þeirra ferðum og ævintýrum.   Fullt af skemmtilegum myndum má sjá hér.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit í Síðuskóla vorið 2015 verða föstudaginn 5. júní. 1. - 4. bekkur mætir klukkan 9.00 á sal Síðuskóla. 5. - 9. bekkur mætir klukkan 10.00 á sal Síðuskóla. 10. bekkur klukkan 15.00 í Glerárkirkju. Að útskriftarathöfn lokinni er kaffi og meðlæti í Síðuskóla í boði 10. bekkjar.  
Lesa meira

Vorverkin í 1. bekk

Þrátt fyrir dumbungsveður í morgun drifu krakkarnir í 1. bekk sig út og settu niður kartöflur í einn innigarðinn. Þau klæddu sig vel, munduðu skóflur og hrífur og potuðu svo útsæðinu niður. Nú er bara að bíða eftir uppskerunni með haustinu. Hér má sjá myndir.
Lesa meira