Fréttir

Í heimsókn hjá Nökkva

Á fimmtudag, 5.september  tók 6.bekkur strætó niður í  Nökkva, siglingaklúbb. Þar var tekið vel á móti okkur og allir fengu að prófa báta og fara með spíttbát. Veðrið gat ekki verið betra og dagurinn var frábær. Hérna má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Rýmingaræfing í Síðuskóla

Í dag var haldin brunaæfing í skólanum. Kerfið fór af stað upp úr klukkan 9 og allir fóru út og gengu í röðum suður fyrir hús þar sem bekkjum var raðað upp eftir aldri. Kennarar voru með spjald á lofti sem er rautt öðru megin og grænt hinu megin en það gefur til kynna hvort allir í hópnum hafi skilað sér út.  Æfingin gekk vel og starfsfólk og nemendur með allt á hreinu. Tveir nemendur urðu eftir inni í skólanum, sem var fyrirfram ákveðið og reykkafarar frá slökkviliði fóru inn og sóttu þá.
Lesa meira

Fréttabréf 2

Hér má finna fréttabréf septembermánaðar.
Lesa meira

6. bekkur á veiðum með Húna

Á fimmtudaginn var 6. bekk boðið í siglingu með Húna II. Krakkarnir fengu fræðslu frá Hafró um borð og síðan var rennt fyirir fisk í blíðskaparveðri. Að lokum var partur af aflanum grillaður og allir fóru alsælir heim með fisk í poka. Myndir úr ferðinni má sjá hér ásamt fleiri myndum frá vinnu fyrstu daganna.  
Lesa meira

Fréttabréf 1

Hér má finna fyrsta fréttabréf skólaársins 2014-2015.
Lesa meira

Skólabyrjun ágúst 2014

Skólasetning í Síðuskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst. Nemendur mæta á setningu í sal skólans en síðan verður stutt stund með umsjónarkennara í stofum.  Nemendur sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal ásamt foreldrum hjá umsjónarkennara 21. eða 22. ágúst. 2. - 4. bekkur klukkan 9:00 5. - 7. bekkur klukkan 9:30 8. - 10. bekkur klukkan 10:00  Föstudaginn 22. ágúst verður skóli samkvæmt stundaskrá nema hjá 1. bekk þar sem enn verða foreldraviðtöl. Nemendur í 1. bekk mæta mánudaginn 25. ágúst og eiga þá stuttan skóladag en þriðjudaginn 26. ágúst mæta þeir skv. stundaskrá.  Kennarar við skólann hefja störf föstudaginn 15. ágúst.
Lesa meira

Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2014-2015

Námsgagnalista fyrir veturinn 2014-2015 má finna hér.
Lesa meira

Sumarfrí til 21. ágúst

Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi. Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu. Skólinn hefst að nýju með  skólasetningu þann 21. ágúst. Með sumarkveðju, Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Fréttabréf 2013-2014

Fréttabréf maí 2014 Fréttabréf apríl 2014 Fréttabréf mars 2014 Fréttabréf feb. 2014 Fréttabréf jan. 2014 Fréttabréf des. 2013 Fréttabréf nóv. 2013 Fréttabréf okt. 2013 Fréttabréf sept. 2013
Lesa meira

Skólaslit í Síðuskóla

Skólaslit í Síðuskóla verða föstudaginn 6. júní sem hér segir: Kl.   9:00   1. - 4. bekkur á sal Síðuskóla Kl. 10:00   5. - 9. bekkur á sal Síðuskóla Kl. 17:00   10. bekkur í Glerárkirkju
Lesa meira