Fréttir

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni fóru fram á miðvikudag í Menntaskólanum. Fulltrúar Síðuskóla Jörundur Traustason og Emelía Kolka Ingvarsdóttir stóðu sig með mikilli prýði og þurfti varamaðurinn Fanney Rún Stefánsdóttir ekki að hlaupa í skarðið. Skólastjórinn okkar tók heilan helling af myndum sem má sjá hér.
Lesa meira

Útivistardagur

Skemmtum okkur skíðum á skólinn allur saman. Fagurt reyndist fjallið þá fannst þar öllum gaman!    Myndir frá útivistardeginum.
Lesa meira

Við förum í Hlíðarfjall í dag, 28. mars

Veðrið er dásamlegt og allt stefnir í að dagurinn verði góður hjá okkur í fjallinu.
Lesa meira

Útivistardagur Síðuskóla 28. mars 2014

Nú reynum við aftur að hafa útivistardag og hann er áætlaður föstuudaginn 28. mars 2014 ef veður leyfir. Veðurspáin er góð þannig að miklar líkur eru á að hann standi. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr. Fyrir 4. – 10.  bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.     Skóladegi  lýkur kl.  13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel. Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.   Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á föstudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.
Lesa meira

Útivistardegi frestað vegna veðurs

Útivistardeginum sem vera átti í dag er frestað vegna veðurs þannig að í dag verður venjulegur skóladagur. Við tilkynnum um nýja dagsetningu sem fyrst.
Lesa meira

Foreldrar og forvarnir

  Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að efla forvarnir og styðja barnið þitt í uppvextinum? Sjá nánar hér.  
Lesa meira

Útivistardagur Síðuskóla 26. mars 2014

Útivistardagur er áætlaður miðvikudaginn 26. mars 2014 ef veður leyfir. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr. Fyrir 4. – 10.  bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.   Skóladegi  lýkur kl.  13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel. Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu. Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á miðvikudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.
Lesa meira

Risastór snjókarl á skólalóðinni

Mikið hefur snjóað á Norðurlandi síðastliðinn sólarhring. Krakkarnir í 5. bekk nýttu tækifærið og bjuggu til stærðarinnar snjókarl.  Hér sjást þau ánægð með verkið.   
Lesa meira

Spjaldtölvur að gjöf

Skólanum barst góð gjöf frá Foreldra-og kennarafélagi Síðuskóla, FOKS í dag. Nokkrir stjórnar­menn komu með sex spjaldtölvur sem þeir hafa safnað peningum fyrir með því að fara milli fyrirtækja á Akureyri. Með í förinni var  Elín Dögg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri  Dekkjahallarinnar  en Dekkjahöllin gaf eina af þessum tölvum.  Þetta er virkilega kærkomin gjöf til að auka fjölbreytnina  í kennslunni. Alls hefur foreldrafélagið fært skólanum 10 spjaldtölvur af Samsung gerð í vetur. Ekki ónýtt að hafa svona bakhjarl.
Lesa meira