23.05.2014
Undanfarna daga hafa nemendur í 4. - 7. bekk tekið þátt í
frjálsíþróttamóti grunnskólanna í Boganum. Allir árgangar hafa staðið sig vel með því að taka
þátt og leggja sig fram með bros á vör. Myndin er af 7. bekkingum sem sigruðu jafnaldra sína úr öðrum
skólum með glæsibrag og hér eru fleiri myndir frá keppni
þeirra.
Lesa meira
20.05.2014
Stór hópur úr 9. bekk í Síðuskóla gekk á Súlur í morgun í blíðskapar veðri. Ferðin tókst mjög
vel og gleði skein af andlitum krakkanna þegar þeir náðu toppnum. Margir renndu sér á rassinum niður og gaman var að stoppa í stóru gili
og láta sig gossa fram af brún þess.
Myndir úr göngunni má sjá hér.
Lesa meira
20.05.2014
2. bekkur hefur s.l. 2 vikur verið að læra um heimabæinn okkar
Akureyri. Í gær var farið í vettvangsferð til þess að skoða styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu, fyrsta landnámsfólkinu okkar
og leikskólann sem heitir í höfuðið á dóttur þeirra hjóna, Hólmasól.
Í leiðinni skoðuðum við þekktar byggingar eins og
Ráðhúsið, Sjallann,
Amtsbókasafnið, Lögreglustöðina og Akureyrarkirkju. Við töldum kirkjutröppurnar og flestir voru sammála um að þær væru 109
talsins.
Nemendur höfðu gaman af ferðinni og
voru fjörugir eins og kálfar að vori.
Lesa meira
18.05.2014
Þau stóðu sig frábærlega í úrslitum Skólhreysti á föstudag, Melkorka Ýrr, Inga Sól, Hrannar og Svavar öll úr 10. bekk. Sigurður og
Harpa einnig úr 10. bekk voru varamenn og tilbúin til að taka við ef eitthvað hefði komð uppá.
Það fór full rúta af stuðningsmönnum suður og var
mjög góð stemning í hópnum. Síðuskóli náði 4. sæti sem er mögnuð frammistaða hjá þeim og hafa
krakkarnir sýnt ótrúlega framfarir í vetur.
Landsbankinn styrkti Skólahreysti og stemningin á úrslitunum sést vel
á myndunum hér.
Lesa meira
16.05.2014
Krakkarnir í öðrum bekk gengu niður að Glerárkirkju í morgun,
skoðuðu hana í krók og kring og teiknuðu. Síðan voru myndirnar fullunnar þegar komið var aftur upp í skóla. Það voru allir
mjög áhugasamir og vandvirkir og myndirnar fallegar eftir því.
Greinilegt að þarna eru á ferðinni miklir listamenn. Sjá má myndir frá verkefninu hér.
Lesa meira
14.05.2014
Þriðjudaginn 13. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum,
kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er
í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Óskað var eftir tilnefningum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi.
Einn nemandi úr Síðuskóla fékk verðskuldaða viðurkenningu:
Sunna Guðrún Pétursdóttir Síðuskóli Hlýtur viðurkenningu fyrir frábæran
námsárangur, jákvæðni, samviskusemi og að vera góð fyrirmynd.
Hér má sjá meiri umfjöllun um viðurkenningarnar og hér
eru nokkrar myndir.
Lesa meira
09.05.2014
Það er mikið um að vera þessa dagana í skólanum hjá öðrum bekk. Sandra sem er móðir í árganginum kom og kenndi
krökkunum jóga. Við skiptum krökkunum upp í þrjá hópa sem hver fékk 50 mínútna kennslustund hjá
Söndru. Börnin voru mjög ánægð með þessa heimasókn.
Á meðan hóparnir biðu eftir að komast að í jóga, unnu þau í bátunum sínum sem þau hafa verið að
smíða. Við notuðum góða veðrið og nemendur unnu úti í milligörðum við að negla bátana sína.
Hér má sjá myndir.
Lesa meira
06.05.2014
Út er komið nýtt fréttabréf og má finna það í fullri lengd hér.
Lesa meira
30.04.2014
Umsókn um námsval 8., 9. og 10. bekkir fyrir skóla árið 2014-2015.
Það er komið að því að nemendur unglingastigs velji valgreinar sínar fyrir næsta ár. Kynningarfundir var haldinn í skólanum
í morgun og hafa allir nemendur fengið valblöð með sér heim. Einnig hefur kynningarbréf verið sent heim með upplýsingum um allar valgreinar.
Nemendur eru hvattir til að lesa vel yfir lýsingar og vanda val.
Hér má finna:
Kennslulýsingar f. 8. bekk.
Valblað fyrir 8. bekk.
Kennslulýsingar fyrir 9. og 10. bekk.
Valblað fyrir 9. bekk.
Valblað fyrir 10. bekk.
Lesa meira