28.03.2014
Veðrið er dásamlegt og allt stefnir í að dagurinn verði góður hjá okkur í fjallinu.
Lesa meira
26.03.2014
Nú reynum við aftur að hafa útivistardag og hann er áætlaður föstuudaginn 28. mars 2014 ef veður leyfir. Veðurspáin er góð þannig að miklar líkur eru á að hann standi.
Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag.
Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr.
Fyrir 4. – 10. bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur.
Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu!
Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.
Skóladegi lýkur kl. 13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.
Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel.
Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.
Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á föstudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.
Lesa meira
26.03.2014
Útivistardeginum sem vera átti í dag er frestað vegna veðurs þannig að í dag verður venjulegur skóladagur. Við tilkynnum um nýja
dagsetningu sem fyrst.
Lesa meira
25.03.2014
Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að efla forvarnir og styðja barnið þitt í uppvextinum?
Sjá nánar hér.
Lesa meira
24.03.2014
Útivistardagur er áætlaður miðvikudaginn 26. mars 2014 ef veður leyfir.
Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag.
Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr.
Fyrir 4. – 10. bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur.
Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu!
Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.
Skóladegi lýkur kl. 13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.
Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel.
Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.
Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á miðvikudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.
Lesa meira
23.03.2014
Mikið hefur snjóað á Norðurlandi síðastliðinn sólarhring. Krakkarnir í 5. bekk nýttu
tækifærið og bjuggu til stærðarinnar snjókarl.
Hér sjást þau ánægð með verkið.
Lesa meira
19.03.2014
Skólanum barst góð gjöf frá Foreldra-og kennarafélagi Síðuskóla,
FOKS í dag. Nokkrir stjórnarmenn komu með sex spjaldtölvur sem þeir hafa safnað peningum fyrir með því að fara milli fyrirtækja
á Akureyri.
Með í förinni var Elín Dögg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri
Dekkjahallarinnar en Dekkjahöllin gaf eina af þessum tölvum. Þetta er virkilega kærkomin gjöf til að auka fjölbreytnina í
kennslunni.
Alls hefur foreldrafélagið fært skólanum 10 spjaldtölvur af Samsung gerð í
vetur. Ekki ónýtt að hafa svona bakhjarl.
Lesa meira
19.03.2014
Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa
fyrir leikfangabasar fyrir börn á Glerártorgi, laugardaginn 22. mars, frá kl. 13-17.
Börnin geta komið með leikföng á skrifstofu skólans og fá stimpil í kort
í staðinn. Síðan geta þau valið sér leikföng á skiptimarkaðnum og þar gildir, einn stimpill = einn hlutur. Eða komið með
leikföng á skiptimarkaðinn sjálfan og fengið önnur í staðinn.
Nánari upplýsingar.
Lesa meira
14.03.2014
Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar í 7. bekk.
Þar lásu átta nemendur úr 7. bekk og þurfti að velja fulltrúa skólans sem taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í
Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 2. apríl. Dómnefnd skipuðu Helga Hauksdóttir og Jenný Gunnbjörnsdóttir. Eftir nokkrar yfirlegu
valdi dómnefndin Emelíu Kolku Ingvarsdóttur og Jörund Traustason sem aðalfulltrúa skólans og til vara var valin Fanney Rún
Stefánsdóttir.
Hér má sjá myndir sem voru teknar á lokahátíðinni, þar sem allir 7. bekkingar
fengu afhent viðurkenningarspjöld fyrir þátttökuna.
Lesa meira
13.03.2014
Síðuskóli sigraði Akureyrarriðilinn í Skólahreysti í gær.
Keppendur voru þau Melkorka Ýrr, Inga Sól, Hrannar og Svavar öll úr 10. bekk. Sigurður og Harpa einnig
úr 10. bekk voru varamenn. Þetta var frábær frammistaða hjá hópnum en Síðuskóli vann fjórar greinar af fimm
keppnisgreinunum.
Það var mikil stemning í höllinni og við í skólanum erum afskaplega stolt af þeim. 15. maí
verður síðan lokakeppnin í Laugardalshöll, þar sem okkar fólk keppir við sigurvegara úr öðrum riðlum.
Fjölmargar myndir voru teknar, bæði af keppendum og
stuðningsliði.
Lesa meira