02.12.2013
Nýtt fréttabréf Síðuskóla finnurðu hér.
Lesa meira
29.11.2013
Það er gömul hefð í Síðuskóla að halda
spurningakeppni í tilefni af fullveldisdegi Íslands 1. desember. Spurningakeppnin var haldin í dag þar sem 1. des. lendir á sunnudegi. Keppnin var skemmtileg og
spennandi en 10. bekkur fór með sigur á endanum.
Hér má
sjá myndir frá keppninni.
Lesa meira
25.11.2013
Á morgun og hinn, þriðjudag og miðvikudag, eru þemadagar í skólanum. Þemað var valið af nemendum og í þetta sinn snýst
þemað um drauga. Venjuleg stundaskrá er leyst upp og vinna nemenda verður um drauga frá klukkan 8 að morgni til klukkan 13. Ekki eru tímar
eftir hádegi þessa daga.
Lesa meira
13.11.2013
Fimmtudaginn 14.nóvember verður haldið ball fyrir
miðstigsnemendur í Síðuskóla 5. – 7.bekkur.
Ballið hefst klukkan 17:30 og því lýkur klukkan 19:30. Það kostar 300 krónur
inn á ballið. Þetta ball er haldið af 10.bekkingum til styrktar vorferð þeirra.
Sjoppan verður opin en þar er hægt að fá Svala, gos, bland í poka og stök
nammistykki.
Verðskráin er:
Svali 100
kr. Gosdós 150
kr. Bland í poka 150
kr. Súkkulaði 150
kr. Annað 150 kr.
Með kveðju,Bibbi og Björk,
umsjónarkennarar 10.bekkjar
Lesa meira
12.11.2013
Hér má sjá einkunnir í samræmdum prófum árin 2007-2013, normaldreifingu í
samanburði við aðra skóla í landinu.
Lesa meira
11.11.2013
Nemendur á aldrinum 6 – 12 ára áttu þess kost að taka þátt í
vali á bestu barnabókinni, sem kom út á árinu 2012. Kosningu er nú lokið og besta barnabókin á síðasta ári að mati þessa aldurshóps er
bókinAukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason og besta þýdda bókin að þeirra mati var Dagbók Kidda klaufa- svakalegur
sumarhitieftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar.
Gunnar Helgason og Helgi Jónsson fengu viðurkenningar, fyrir vinsælustu íslensku
barnabókina 2012 og vinsælustu þýddu bókina 2012 Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu
í Reykjavík.
Einn nemandi í hverjum skóla, sem tók þátt í
þessu verkefni, var dreginn út og fékk viðurkenningu og bókaverðlaun. Í
Síðuskóla var það Sindri Már Sigurðsson í 7. bekk, sem hlaut viðurkenningu og nýju RipleY's bókina í verðlaun,
Ripley's - Ótrúlegt en satt, STUÐANDI STAÐREYNDIR.
Vinningshafar
í Bókaverðlaun barnanna 2013Arna Sirrý Erlingsdóttir, 11 ára
Lundarskóli Sindri Már Sigurðsson, 12
ára Síðuskóli
Marín, 10
ára
Glerárskóli Sandra Dögg, 12
ára Brekkuskóli
María Björk, 9
ára
Giljaskóli Snævar Bjarki
Davíðsson, 6 ára Hríseyjarskóli
Bókaverðlaun barnanna 2013
1. Aukaspyrna á
Akureyri
2. Dagbók Kidda Klaufa – Svakalegur
sumarhiti
3. Krakkinn sem
hvarf
4. Kafteinn ofurbrók og tiktúrurnar í tappa teygjubrók
5. Skúli skelfir og
uppvakningsvampíran
6. Stelpuhandbókin
7. Aþena að eilífu,
kúmen
8. Blávatnsormurinn
9. Messi
10. Ronaldo
Lesa meira
06.11.2013
Það er alltaf mikið að gera hjá nemendum í fyrsta bekk og margt sem er nýtt og
óþekkt. Kennarar hafa tekið myndir reglulega í skólastarfinu og hér má finna nokkrar þeirra. Það
er gaman að sjá áhugann og einbeitnina sem skín úr andlitunum á þessum ungu nemendum.
Inni í MYNDIR hér fyrir ofan má finna tengil sem heitir '07 / árgangur 2007 og þar má
finna myndir frá þessum árgangi.
Lesa meira
05.11.2013
Sjöundi bekkur tók þátt í verkefninu ,,Jól í
skókassa“ ásamt umsjónarkennurum sínum. Pakkarnir sem söfnuðust verða sendir til Úkraínu til barna sem búa við slæm
skilyrði.
Nemendur söfnuðu í skókassa, gjöfum handa stelpu eða strák á
ákveðnum aldri. Beðið er um ákveðna hluti í pakka eins og tannbursta og tannkrem. Svo mátti setja skóladót, leikföng, húfu,
vettlinga, trefil, sápu, þvottapoka, eða hvað annað sem krökkunum datt í hug.
Við óskuðum eftir nammi hjá Nóa/Síríus þar sem óskað
er eftir slíku í kassana. Sölustjóri þeirra Norðanlands tók vel í beiðnina og tók þátt í verkefninu með okkur.
Við þökkum þeim kærlega fyrir það. Textilkennarinn tók líka þátt í
verkefninu og leyfði nemendum að sauma t.d. hárbönd, húfur, bolta eða annað sem gæti verið gaman að gefa. Á mánudag gengu allir nemendur 7. bekkjar ásamt kennurum sínum í Sunnuhlíð og skiluðu af sér
kössunum.
Hér má sjá myndir frá þessu verkefni nemenda.
Hér er krækja á verkefnið sem hægt er að skoða.
Lesa meira
04.11.2013
Nýtt fréttabréf Síðuskóla er komið út
og það má finna hér.
Lesa meira
30.10.2013
Fimmtudaginn 31.október verður haldið Hrekkjavökuball fyrir yngstu nemendur skólans.
1. og 2. bekkur klukkan 16:00 – 17:30
3. og 4. bekkur klukkan 17:45 – 19:30
Það kostar 300 krónur inn á ballið.
Þetta ball er haldið af 10.bekkingum til styrktar vorferð þeirra. Sjoppan verður opin en þar er hægt að fá svala, gos, bland í poka og stök nammistykki.
Við minnum á að þetta er Hrekkjavökuball, það má mæta í búningum. – alls engin
skylda.
Verðskrá í sjoppunni er:
svali
100
gosdós
150
bland í poka 150
súkkulaði 150
Með kveðju, Bibbi og Björk, umsjónarkennarar 10.bekkjar
Lesa meira