31.05.2013
Í morgun var síðasta
rýmingaræfing vetrarins og voru nemendur ,,óundirbúnir“ sem og starfsfólk. Æfingin tókst vel og skólinn var rýmdur á
rúmri mínútu. Þessar æfingar eru nauðsynlegar og starfsfólk og nemendur eru orðin nokkuð vel þjálfuð. Alltaf kemur eitthvað
smávægilegt upp sem reynt er að laga og erum við nokkuð ánægð með árangurinn. Slökkviliðið kom á staðinn og gefur
það æfingum sem þessari meira vægi í augum nemenda.
Lesa meira
30.05.2013
Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og hér eru upplýsingar um það helsta sem framundan er fram að skólalokum.
Síðasti kennsludagur er fimmtudaginn 6. júní en skólaslit verða 7. júní eftir því sem hér segir:
1.-4. bekkur kl. 09:00
5.-9. bekkur kl. 10:00
Nemendur fara fyrst á sal en fara síðan með umsjónarkennurum í sínar stofur.
Skólaslit hjá 10. bekk verða í Glerárkirkju kl. 17:00.
Í morgun fór 10. bekkur af stað í skólaferðalag og kemur til baka á föstudaginn þann 31. maí. Ljóst er að veðrið
mun leika við ferðalangana og ekki slæmt að ljúka grunnskólagöngunni í blíðviðrinu. Þetta árið er ferðinni heitið
til Skagafjarðar og verður þar margt til gamans gert.
Umhverfisdagar verða í skólanum miðvikudaginn 5. júní og fimmtudaginn 6. júní. Þá daga fer annars konar nám fram hjá
nemendum, nám sem er ekki síður mikilvægt en hið hefðbundna sem fram fer í skólastofunum.
Skólatíminn er frá kl. 8:00 þessa daga og lýkur kl. 12:30. Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Nemendur
þurfa að vera klæddir til útiveru þessa daga.
Hér má sjá skipulag Umhverfisdaganna.
Hér má sjá töflu sem sýnir hverjir verða umsjónarkennarar bekkjanna á næsta
skólaári.
Skólasetning næsta árs verður 22. ágúst. Skóladagatal 2013-2014 kemur á heimasíðuna á næstu dögum.
Lesa meira
30.05.2013
Foreldrar nemenda í 10 bekk buðu börnunum og umsjónarkennrum þeirra í fínan mat á sal skólans
kvöldið fyrir skólaferðalagið þeirra.
Hér má sjá myndir frá kvöldverðinum sem tókst í alla staði mjög
vel.
Lesa meira
28.05.2013
Fyrsti bekkur er að læra um fjöruna og hafið. Af því tilefni fórum við í gönguferð
í fjöruna til að skoða lífríki hennar. Leið okkar lá um gangstéttir bæjarins yfir móa, mela og þúfur.
Síðan komum við að klöppum þar sem allir fengu
að spreyta sig í klettaklifri. Þar sem krakkarnir
stóðu efst upp á klettinum blasti við þeim þessi flotta vík sem í daglegu tali er talað um Sílabás, en þangað lá
leið okkar.
Veðurguðir voru okkur hliðhollir og við dvöldum lengi þarna, nemendur óðu misdjúpt í leit að fjársjóði og fyrir vikið
voru þeir misblautir á heimleiðinni. Allir stóðu sig vel og við gátum ekki merkt annað en að allir hefðu skemmt sér vel.
Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum úr ferðinni.
Lesa meira
24.05.2013
Dagana 13.-15. maí voru nemendur fjórða bekkjar í skólabúðum á
Kiðagil í Bárðardal. Þeir heimsóttu fjárhúsin á Svartárkoti bæði á mánudag og þriðjudag og fengu
að spreyta sig við ýmis störf tengd sauðburði.
Farið var í gönguferð um staðinn og krakkarnir fræddir
um húsendur og reykhúsið. Svo fengu þeir sem vildu, að fara á hestbak. Á miðvikudagsmorgun var fjósið á Halldórsstöðum
heimsótt þar sem nemendur fengu að prófa að mjólka.
Ferðin tókst vel og komu allir heim reynslunni ríkari. Hérna má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira
24.05.2013
Fyrsti bekkur fór í gönguferð í veðurblíðunni föstudaginn 24. maí.
Markmiðið með ferðinni var að skoða kindur og lömbin þeirra. Geiri Vald sem á fjárhús leyfði okkur
að koma og skoða hjá sér. Fjárhúsið hans er rétt hjá Trésmíðaverkstæðinu Hyrnu.
Börnin voru mjög áhugasöm og fengu einnig að kíkja á hestana. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
21.05.2013
Í dag þriðjudaginn 21. maí buðu nemendur í 10. bekk og foreldrar þeirra öllu starfsfólki
Síðuskóla í kaffi. Einn nemandi hélt ræðu þar sem hann fyrir hönd 10. bekkingana
þakkaði starfsfólkinu frábæra umönnun sl. 10 ár.
Starfsfólk og nemendur gæddu sér svo saman á stórglæsilegu kaffihlaðborði eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
17.05.2013
Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia,
Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gefa þessa dagana öllum skólum á landinu endurskinsvesti til
að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk.
Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu. Í
morgun komu tvær konur úr björgunarsveitinni Súlum færandi hendi.
Þær voru að færa Síðuskóla svona vesti.
Hér má sjá
fleiri myndir.
Lesa meira
15.05.2013
Hér má sjá próftöflu í unglingadeild.
Lesa meira
03.05.2013
Vikuna 14. til 21. apríl dvöldu 7 nemendur úr 10.bekk í Síðuskóla, í Árósum í Danmörku ásamt 15 nemendum
úr Glerár- og Giljaskóla. Nemendurnir hafa verið í dönskuvali í vetur en það byrjaði í haust með heimsókn barna
úr Børnenes Friskole í Árósum til okkar. Ferðin okkar var fjármögnuð með styrk frá Nordplus junior, en auk þess fékk
hópurinn styrk frá Kjarnafæði og Norðurorku. Skólarnir þrír hafa einnig styrkt verkefnið.
Krakkarnir dvöldu á dönskum heimilum stóran hluta ferðarinnar og fengu þannig að upplifa danska siði og venjur. Vikan var mjög
viðburðarík, krakkarnir kynntu m.a. þau verkefni sem þeir hafa unnið í vetur, fóru í heimsókn á Aros listasafnið og í Den
gamle by, þar sem unnin voru verkefni og farið í ratleik. Vinabær Akureyrar, Randers, bauð hópnum í Randers Regnskov sem var mikil upplifun fyrir alla. Ekki
má gleyma viðkomu i Tivoli Friheden en þar skemmtu krakkarnir sér konunglega.
Síðasta kvöldið komu allir saman á sveitabæ, heima hjá einum nemandanum og voru grillaðar pylsur og krakkarnir fengu að baka sér
snobrød yfir opnum eldi.
Danska rúgbrauðið fór vel í flesta og allir komu glaðir heim reynslunni ríkari og danskari en áður með margar góðar minningar
í farteskinu.
Sjá myndir
Lesa meira