Fyrsti bekkur er að læra um fjöruna og hafið. Af því tilefni fórum við í gönguferð
í fjöruna til að skoða lífríki hennar. Leið okkar lá um gangstéttir bæjarins yfir móa, mela og þúfur.
Síðan komum við að klöppum þar sem allir fengu
að spreyta sig í klettaklifri. Þar sem krakkarnir
stóðu efst upp á klettinum blasti við þeim þessi flotta vík sem í daglegu tali er talað um Sílabás, en þangað lá
leið okkar.
Veðurguðir voru okkur hliðhollir og við dvöldum lengi þarna, nemendur óðu misdjúpt í leit að fjársjóði og fyrir vikið
voru þeir misblautir á heimleiðinni. Allir stóðu sig vel og við gátum ekki merkt annað en að allir hefðu skemmt sér vel.
Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum úr ferðinni.
Fyrsti bekkur er að læra um fjöruna og hafið. Af því tilefni fórum við í gönguferð
í fjöruna til að skoða lífríki hennar. Leið okkar lá um gangstéttir bæjarins yfir móa, mela og þúfur.
Síðan komum við að klöppum þar sem allir fengu
að spreyta sig í klettaklifri. Þar sem krakkarnir
stóðu efst upp á klettinum blasti við þeim þessi flotta vík sem í daglegu tali er talað um Sílabás, en þangað lá
leið okkar.
Veðurguðir voru okkur hliðhollir og við dvöldum lengi þarna, nemendur óðu misdjúpt í leit að fjársjóði og fyrir vikið
voru þeir misblautir á heimleiðinni. Allir stóðu sig vel og við gátum ekki merkt annað en að allir hefðu skemmt sér vel.
Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum úr ferðinni.