Skólalok framundan

Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og hér eru upplýsingar um það helsta sem framundan er fram að skólalokum. Síðasti kennsludagur er fimmtudaginn 6. júní en skólaslit verða 7. júní eftir því sem hér segir:  1.-4. bekkur kl. 09:00  5.-9. bekkur kl. 10:00 Nemendur fara fyrst á sal en fara síðan með umsjónarkennurum í sínar stofur. Skólaslit hjá 10. bekk verða í Glerárkirkju kl. 17:00. Í morgun fór 10. bekkur af stað í skólaferðalag og kemur til baka á föstudaginn þann 31. maí. Ljóst er að veðrið mun leika við ferðalangana og ekki slæmt að ljúka grunnskólagöngunni í blíðviðrinu. Þetta árið er ferðinni heitið til Skagafjarðar og verður þar margt til gamans gert. Umhverfisdagar verða í skólanum miðvikudaginn 5. júní og fimmtudaginn 6. júní. Þá daga fer annars konar nám fram hjá nemendum, nám sem er ekki síður mikilvægt en hið hefðbundna sem fram fer í skólastofunum. Skólatíminn er frá kl. 8:00 þessa daga og lýkur kl. 12:30. Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Nemendur þurfa að vera klæddir til útiveru þessa daga. Hér má sjá skipulag Umhverfisdaganna. Hér má sjá töflu sem sýnir hverjir verða umsjónarkennarar bekkjanna á næsta skólaári. Skólasetning næsta árs verður 22. ágúst. Skóladagatal 2013-2014 kemur á heimasíðuna á næstu dögum.
Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og hér eru upplýsingar um það helsta sem framundan er fram að skólalokum. Síðasti kennsludagur er fimmtudaginn 6. júní en skólaslit verða 7. júní eftir því sem hér segir:

 1.-4. bekkur kl. 09:00

 5.-9. bekkur kl. 10:00

Nemendur fara fyrst á sal en fara síðan með umsjónarkennurum í sínar stofur.


Skólaslit hjá 10. bekk verða í Glerárkirkju kl. 17:00.


Í morgun fór 10. bekkur af stað í skólaferðalag og kemur til baka á föstudaginn þann 31. maí. Ljóst er að veðrið mun leika við ferðalangana og ekki slæmt að ljúka grunnskólagöngunni í blíðviðrinu. Þetta árið er ferðinni heitið til Skagafjarðar og verður þar margt til gamans gert.


Umhverfisdagar verða í skólanum miðvikudaginn 5. júní og fimmtudaginn 6. júní. Þá daga fer annars konar nám fram hjá nemendum, nám sem er ekki síður mikilvægt en hið hefðbundna sem fram fer í skólastofunum.

Skólatíminn er frá kl. 8:00 þessa daga og lýkur kl. 12:30. Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Nemendur þurfa að vera klæddir til útiveru þessa daga.


Hér má sjá skipulag Umhverfisdaganna.


Hér má sjá töflu sem sýnir hverjir verða umsjónarkennarar bekkjanna á næsta skólaári.


Skólasetning næsta árs verður 22. ágúst. Skóladagatal 2013-2014 kemur á heimasíðuna á næstu dögum.