Fréttir

Töframaður í heimsókn í Síðuskóla

Miðvikudaginn 30. apríl kom töframaðurinn Einar Mikael í heimsókn í skólann.  Hann sýndi margskonar töfrabrögð og heillaði alla upp úr skónum.  Hér má sjá myndir sem voru teknar við þetta tækifæri og ekki er annað að sjá en að allir njóti heimsóknarinnar.
Lesa meira

Kosningar í 9. bekkjunum

Í dag var haldinn kosningafundur í báðum 9. bekkjunum. Í hvorum bekk eru 28 nemendur og kynntu þeir sér þau 11 framboð sem í boði eru í okkar kjördæmi. Því voru það 2-3 nemendur sem kynntu sér hvert framboð og sögðu frá því í skólanum. Nemendurnir áttu sérstaklega að skoða umhverfismál og skólamál og síðan eitthvað eitt sem vakti hjá þeim athygli. Kynningar nemenda voru af ýmsum gerðum og var meðal annars boðið upp á barmmerki, kökur og sleikibrjóstsykur með málefnunum. Í lokin fór svo fram kosning þar sem Júróvísjónlýðræði var notað. Það merkir að það má kjósa alla nema sjálfan sig. Úrslitin í kosningunni urðu: 9. kjördæmi B hlaut Sjálfstæðisflokkur yfirburðakosningu en í  9. kjördæmi SA nutu Lýðræðisvaktin og Björt framtíð mestrar hylli.
Lesa meira

SMT hátíð

Í dag, síðasta vetrardag, var mikil SMT hátíð í skólanum og af ýmsu tilefni. Haldið var upp á að búið er að gefa meira en 15.000 hrósmiða í vetur, skólinn hlaut sjálfstæðisviðurkenningu sem SMT - Styðjandi skólafærni grunnskóli og fékk afhentan fána sem fylgir þessari viðurkenningu. Karl Frímannsson fræðslustjóri afhenti viðurkenninguna og Þuríður Sigurðardóttir sem verið hefur handleiðari skólans við innleiðingu SMT afhenti fulltrúum nemenda fánann. Heimir Eggerz formaður stjórnar FOKS foreldra- og kennarafélags Síðuskóla færði skólanum peningagjöf, en peningarnir eru ætlaðir til að styrkja SMT starfið í skólanum. Gjöfinni fylgdu fyrirheit um áframhaldandi styrki næstu 5 árin. Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu myndir í myndasamkeppni og börn lásu ljóð um ábyrgðina. Ábyrgðin er einmitt eitt af einkunnarorðum skólans og var unnið með það hugtak í mars. Þrír nemendur í fjórða bekk spiluðu á hljóðfæri og loks stigu þau Ármann Einarsson og Brogan Davidson á pall og skemmtu með dansi og tónlist og fengu allan skólann til að taka þátt í dansinum. Eftir að SMT fáninn hafði verið dreginn að húni var ávaxtaveisla í matsalnum. Myndina sem vann í samkeppninni á Sigurður Orri Hjaltason 8. HF og verður hún máluð á vegg í forstofu skólans. Myndin heitirUndirbúningur lífsins. Myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Vel heppnaður furðufatadagur

Furðufatadagurinn tókst vel í skólanum og komu nemendur og kennarar í mis-skrautlegum fötum. Sjá mátti allt frá bleikhærðum poppurum upp í sögupersónur úr frægum ævintýrum. Teknar voru myndir af hópum og einstaklingum sem sjá má hér.
Lesa meira

Furðufatadagur í Síðuskóla

  Á morgun, föstudaginn 19. apríl, er furðufatadagur í Síðuskóla. Þá mæta allir, nemendur og starfsfólk, klæddir aðeins öðruvísi en venjulega og helst svolítið furðulega!
Lesa meira

Nám til framtíðar

Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is  , þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar, áherslur í menntamálum og fleira. Hér má sjá kynningarblað á PDF-formi.  Mennta- og menningarmálaráðuneyti 12. apríl 2013 Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri  
Lesa meira

Gaman í íþróttum í Giljaskóla

Nokkrir nemendur úr Síðuskóla fara vikulega í nýja íþróttahúsið í Giljaskóla til að hreyfa sig og liðka. Þar er mjög fín aðstaða og ýmislegt hægt að bralla.  Miðvikudaginn 10. apríl var þar líf og fjör að venju eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 
Lesa meira

Söguritun á bókasafninu

Söguritun á bókasafninu Nemendur í 2. SES  æfðu sig í söguritun á safninu hjá Guðrúnu í dag. Fyrst sátu þeir í hring og ræddu um aðalpersónur, nöfn þeirra og hlutverk, söguþráð, og stóran staf í upphafi setninga svo eitthvað sé nefnt. Eftir þetta fóru krakkarnir í hópa og byrjuðu á sögunni.  Nokkrar myndir frá safninu.
Lesa meira

5. bekkur í landafræði

Undanfarið höfum við í 5. bekk verið að vinna í landafræði Íslands þar sem við samþættum íslensku og landafræði.  Hér má sjá nokkrar myndir af vinnu og verkefnum nemanda.
Lesa meira

Páskafrí

Nú er páskafrí hafið hjá nemendum og starfsfólki. Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Megið þið eiga góða daga í blíðunni. Gleðilega páska
Lesa meira