Í dag, síðasta vetrardag, var mikil SMT hátíð í skólanum og af ýmsu tilefni. Haldið var upp á að búið er að
gefa meira en 15.000 hrósmiða í vetur, skólinn hlaut sjálfstæðisviðurkenningu sem SMT - Styðjandi skólafærni grunnskóli og
fékk afhentan fána sem fylgir þessari viðurkenningu. Karl Frímannsson fræðslustjóri afhenti viðurkenninguna og Þuríður
Sigurðardóttir sem verið hefur handleiðari skólans við innleiðingu SMT afhenti fulltrúum nemenda fánann.
Heimir Eggerz formaður stjórnar FOKS foreldra- og kennarafélags Síðuskóla færði skólanum peningagjöf, en peningarnir eru ætlaðir
til að styrkja SMT starfið í skólanum. Gjöfinni fylgdu fyrirheit um áframhaldandi styrki næstu 5 árin.
Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu myndir í myndasamkeppni og börn lásu ljóð um ábyrgðina. Ábyrgðin er einmitt eitt af
einkunnarorðum skólans og var unnið með það hugtak í mars. Þrír nemendur í fjórða bekk spiluðu á
hljóðfæri og loks stigu þau Ármann Einarsson og Brogan Davidson á pall og skemmtu með dansi og tónlist og fengu allan skólann til að taka
þátt í dansinum. Eftir að SMT fáninn hafði verið dreginn að húni var ávaxtaveisla í matsalnum.
Myndina sem vann í samkeppninni á Sigurður Orri Hjaltason 8. HF og verður hún máluð á vegg í forstofu skólans. Myndin
heitirUndirbúningur lífsins.
Myndir frá hátíðinni.
Í dag, síðasta vetrardag, var mikil SMT hátíð í skólanum og af ýmsu tilefni. Haldið var upp á að búið er að
gefa meira en 15.000 hrósmiða í vetur, skólinn hlaut sjálfstæðisviðurkenningu sem SMT - Styðjandi skólafærni grunnskóli og
fékk afhentan fána sem fylgir þessari viðurkenningu. Karl Frímannsson fræðslustjóri afhenti viðurkenninguna og Þuríður
Sigurðardóttir sem verið hefur handleiðari skólans við innleiðingu SMT afhenti fulltrúum nemenda fánann.
Heimir Eggerz formaður stjórnar FOKS foreldra- og kennarafélags Síðuskóla færði skólanum peningagjöf, en peningarnir eru ætlaðir
til að styrkja SMT starfið í skólanum. Gjöfinni fylgdu fyrirheit um áframhaldandi styrki næstu 5 árin.
Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu myndir í myndasamkeppni og börn lásu ljóð um ábyrgðina. Ábyrgðin er einmitt eitt af
einkunnarorðum skólans og var unnið með það hugtak í mars. Þrír nemendur í fjórða bekk spiluðu á
hljóðfæri og loks stigu þau Ármann Einarsson og Brogan Davidson á pall og skemmtu með dansi og tónlist og fengu allan skólann til að taka
þátt í dansinum. Eftir að SMT fáninn hafði verið dreginn að húni var ávaxtaveisla í matsalnum.
Myndina sem vann í samkeppninni á Sigurður Orri Hjaltason 8. HF og verður hún máluð á vegg í forstofu skólans. Myndin
heitirUndirbúningur lífsins.
Myndir frá hátíðinni.