Kosningar í 9. bekkjunum

Í dag var haldinn kosningafundur í báðum 9. bekkjunum. Í hvorum bekk eru 28 nemendur og kynntu þeir sér þau 11 framboð sem í boði eru í okkar kjördæmi. Því voru það 2-3 nemendur sem kynntu sér hvert framboð og sögðu frá því í skólanum. Nemendurnir áttu sérstaklega að skoða umhverfismál og skólamál og síðan eitthvað eitt sem vakti hjá þeim athygli. Kynningar nemenda voru af ýmsum gerðum og var meðal annars boðið upp á barmmerki, kökur og sleikibrjóstsykur með málefnunum. Í lokin fór svo fram kosning þar sem Júróvísjónlýðræði var notað. Það merkir að það má kjósa alla nema sjálfan sig. Úrslitin í kosningunni urðu: 9. kjördæmi B hlaut Sjálfstæðisflokkur yfirburðakosningu en í  9. kjördæmi SA nutu Lýðræðisvaktin og Björt framtíð mestrar hylli.

Í dag var haldinn kosningafundur í báðum 9. bekkjunum. Í hvorum bekk eru 28 nemendur og kynntu þeir sér þau 11 framboð sem í boði eru í okkar kjördæmi. Því voru það 2-3 nemendur sem kynntu sér hvert framboð og sögðu frá því í skólanum. Nemendurnir áttu sérstaklega að skoða umhverfismál og skólamál og síðan eitthvað eitt sem vakti hjá þeim athygli. Kynningar nemenda voru af ýmsum gerðum og var meðal annars boðið upp á barmmerki, kökur og sleikibrjóstsykur með málefnunum.

Í lokin fór svo fram kosning þar sem Júróvísjónlýðræði var notað. Það merkir að það má kjósa alla nema sjálfan sig. Úrslitin í kosningunni urðu:

9. kjördæmi B hlaut Sjálfstæðisflokkur yfirburðakosningu en í 

9. kjördæmi SA nutu Lýðræðisvaktin og Björt framtíð mestrar hylli.