Fréttir

Sýning á verkum nemenda

Sýning á verkum nemenda á Öldrunarheimilinu Hlíð Í anddyri og göngum heimilisins eru verk nemenda til sýnis og verða næstu tvær vikur.  Öldungarnir höfðu gaman af þegar verkunum var komið upp og segja þau lífga uppá heimilið. Vonandi sjá margir sér fært að heimsækja heimilið og skoða verk nemendanna.  Sýningin er öllum opin.
Lesa meira

Vorhátið á sunnudag

Dagskrá dagsins 13:00            Verðandi 1. bekkingar, sérstaklega boðnir velkomnir á sal skólans. Dagskrá á sviði14:00            Formaður Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla segir nokkur orð        14:05            Ávarp skólastjóra14:10            Steinar Logi Stefánsson  nemandi í 7. bekk, les ljóðið Annars hugar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur14:15            Strákar úr 6. bekk með atriði á sviði14.20                 Nemendur syngja skólasönginn ásamt Hjalta og Láru14.25              Hjalti og Lára með tónlistaratriði14:40            Tombóla, hoppukastali, andlitsmálning, kaffi - og pylsusala opnar Sýning í stofum nemenda á því sem þeir hafa verið að vinna að í vetur.Tombóla í stofu 22 og 23 á B – gangi.Andlitsmálun í stofu 31 á B – gangi.Hoppukastali/þrautabraut í íþróttasal. Tombóla kr. 100Í innigarði, pylsur og svali kr. 100   Nemendur í 10. bekk selja fjölær blóm á 300 til 500 kr. í  anddyri íþróttahússKaffihlaðborð í mötuneytiFullorðnir kr. 4006-16 ára kr. 1000-6 ára kr. 0Svali kr. 50
Lesa meira

Bingó!

Bingó verður haldið í sal Síðuskóla föstudaginn 4. maí kl. 19:30. Margir góðir vinningar, spjaldið á kr. 500, eftir hlé á kr. 300.Sjoppan verður opin og kaffi á boðstólum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar Síðuskóla. Þökkum veittan stuðning, 10. bekkur Síðuskóla
Lesa meira

4. bekkur í Kiðagili

Dagana 23. - 25. apríl var 4. bekkur í skólabúðum á Kiðagili í Bárðardal.  Hér eru nokkrar myndir frá dvölinni en fleiri verða settar inn í næstu viku.
Lesa meira

Frá Grikklandsförum.

ICT4U heldur áfram þessa dagana með fundi í Lamia Grikklandi. Fulltrúar skólans í Grikklandi eru Bibbi og Jón, kennarar, og Helena Rut, Eva Kristín, Auður Kristín, Aldís Anna og Aldís Sveinsdóttir. Forritin Spreaker, Creaza og Webs eru skoðuð og læra nemendur á þau þannig að þeir geti kennt á þau. Við erum búin að fara til Delphi sem er sögufrægur staður hér í nágrenninu.  Þar var mikil spákona til forna sem menn komu víða að til að láta spá fyrir sér. Í gær 1. maí var ekki frídagur hjá okkur heldur unnum við í skólanum um morguninn og fórum svo á eyðieyju þar sem við lærðum að leika grískan harmleik og fluttum hann á grísku. Það var harmleikur! En svo var legið í sólbaði í 30+ stiga hita í einhvern tíma og spilað blak, fótbolti og fleira. Þetta gengur því bara nokkuð vel hér eins og sjá má á myndunum. Með kveðju,Bibbi, Jón, Helena, Eva, Auður, Aldís Anna og Aldís Sveins.  
Lesa meira

Náms- og starfsfræðsla hjá 8. bekk

Sl. 2 vikur hefur 8. bekkur verið í náms- og starfsfræðslu. 2-4 nemendur fóru saman í heimsókn í fyrirtæki, fengu fræðslu og fræddust um það og störfin sem þar eru unnin. Úrvinnsla úr heimsókninni hefur farið fram í íslenskutímum og í dag var uppskeruhátíð þar sem nemendur buðu foreldrum, starfsfólki skólans og öðrum nemendum að koma og sjá afraksturinn.    Hér má sjá myndir frá uppskeruhátíðinni.
Lesa meira

Grænfáninn afhentur í fjórða sinn!

  Í dag, miðvikudaginn 25. apríl, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Þetta var í fjórða sinn sem skólinn fékk fánann afhentan og í upphafi skóladags var íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins.  Á hátíðinni í íþróttasalnum var dagskráin að mestu leyti í höndum nemenda skólans. Skólastjóri flutti ávarp í upphafi en síðan sáu Hulda Margrét Sveinsdóttir og Sævar Þór Fylkisson nemendur í 6. bekk um kynninguna. Nemendur í 5. bekk voru með söngatirði og Ásdís Guðmundsdóttir, nemandi í 8. bekk, flutti Umhverfisávarp. Leikatriði eldri nemenda og upplestur hjá nemendum úr 3. bekk var einnig á dagskrá og að lokum sungu allir skólasönginn saman. Nemandi í 3. bekk, Sóley Gunnarsdóttir, las frumsamið ljóð sem hún kallar FÓLKSBÍLL. Fólksbíllinn, hann keyrir um Ótrúlega hratt. Léttur og lítill er og líka Klár þótt hann sé smár. Skrýtið er að bíll sé klár. Bíllinn er með Ísvél hér Lítil vél og mengar ekki. Það Líkar mér. Fulltrúi frá Landvernd Guðmundur Sigvaldason afhenti Umhverfisnefnd skólans fánann og fóru nemendur saman í skrúðgöngu út að fánastöng með hann. Þar tók Gunnar Þór húsvörður við honum og dró hann að húni með aðstoð Klöru Fannar Arnedóttur og Baldurs Freys Jóhannssonar. Að lokinni athöfninni úti var öllum boðið að þiggja léttar veitingar. Myndir frá afhendingunni má sjá hér.
Lesa meira

Síðuskóli fór í fjallið!

Já, Síðuskóli fór í fjallið í dag og þar mótuðust margir skíða og brettasnillingar framtíðarinnar! Fyrstu rútur fóru frá skólanum strax klukkan 8:05 og svo ein af annarri. Hópurinn stóð sig frábærlega í fjallinu og engin stórslys urðu. Síðasta rúta með þreytta skíða/brettakappa lenti svo við skólann rétt fyrir klukkan eitt.  Margar myndir voru teknar og má sjá þær hér.
Lesa meira

Við förum í fjallið í dag

Starfsmaður í Hlíðarfjalli segir að aðstæður til skíðaiðkunnar séu með besta móti í dag. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og við skemmtum okkur á skíðum fram að hádegi og sumir lengur.
Lesa meira

Á skíðum skemmt'ég mér...

Á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, gerum við þriðju tilraun til að komast í fjallið. Veðurútlitið er gott og mjög líklegt að allt gangi okkur í hag með veðrið. Athugið heimasíðuna í fyrramálið, þar kemur fram hvort farið verður eða ekki. Rúturnar munu fara með nokkru millibili upp í fjall, elstu börnin fyrst. Ef það hentar ykkur sem eigið börn í 1. til 4. bekk að senda börnin beint í rútuna en ekki fyrst inn í skóla þá er það allt í lagi. Þau eru nokkuð lengi að komast úr og í útifötin þannig að þetta getur verið til hagræðis fyrir alla.  Rúturnar fara af stað: 3. og 4. bekkur klukkan 8:30 1. og 2. bekkur klukkan 8:40  Krakkarnir þurfa að vera komnir aðeins fyrir þennan tíma því rúturnar leggja af stað samkvæmt þessu plani. Vonandi gengur allt upp í þetta skiptið.
Lesa meira